Mánudagur, 11. desember 2023
Er ekki hægt að innleiða sjálfvirknilausnir?
Þeir sem hafa ferðast aðeins og heimsótt veitingastaði McDonalds sjá að þar hefur átt sér stað mikil breyting á undanförnum árum. Núna er yfirleitt tekið við pöntunum í gegnum sérstakar tölvur og það eina sem starfsmenn gera er að framreiða og afhenta pantanir.
Þetta var ekki endilega fjárfesting sem McDonalds fór út í að gamni sínu. Nei, þessari fjárfestingu var hraðað mjög vegna hækkandi launakostnaðar. Núna fá fáir starfsmenn mögulega hærri laun, en fyrir nýliðann í leit að sínu fyrsta starfi lokuðust dyr.
Sá sem græddi mest var mögulega sá sem lærði að byggja og forrita svona tölvur. Gott hjá honum!
Verkalýðsfélög segjast vera að berjast fyrir hagsmunum hins óbreytta launamanns en eru í raun að gera hann atvinnulausan. Það tekur tíma fyrir atvinnulífið að aðlagast breyttum aðstæðum - að fara úr því að smíða hestvagna yfir í að smíða bíla, og í að laga bremsuklossa í stað þess að rétta af hestaskeifur. En þegar verkalýðsfélög þröngva fyrirtækin út í horn þá hraða þau breytingunum og afleiðingin er sú að aðilar á vinnumarkaði ná ekki að aðlagast nógu hratt, og týna starfinu án þess að finna nýtt.
Ég er alveg ljómandi hlynntur tækni og tækniframförum sem gera hluti ódýrari og hraðari og minna háða mannlegum mistökum.
Kannski ekki alveg jafnhlynntur slíkri þróun og verkalýðsfélögin ómeðvitað eru.
En spyr mig nú samt: Hvenær tekur sjálfsali McDonalds við flugumferðarstjórn á Íslandi? Mögulega fyrr en menn þorðu að vona.
Mikill kostnaður mun falla á flugfélögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Athugasemdir
Þetta hlýtur bara að enda svona..
On August 5, an angry President Reagan carried out his threat, and the federal government began firing the 11,359 air-traffic controllers who had not returned to work. In addition, he declared a lifetime ban on the rehiring of the strikers by the Federal Aviation Administration (FAA). On August 17, the FAA began accepting applications for new air-traffic controllers, and on October 22 the Federal Labor Relations Authority decertified PATCO.
Eftir þetta eru ekki lengur verkföll hjá flugumferðarstjórum í USA á meðan okkar menn kvarta yfir launum sem n.b. eru með hærri mánaðarlaun en þingmenn.
Sigurður Kristján Hjaltested, 12.12.2023 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.