Raforkan framleidd á opinberum stofnunum

Eftir mörg ár af því að hunsa hávær aðvörunarorð og standa í vegi fyrir framkvæmdum í orkuvinnslu hefur tekið við nýr tími. Núna er einfaldlega hægt að setja lög þar sem tryggja megi á dög­um orku­skorts að al­menn­ing­ur og lífs­nauðsyn­leg starf­semi á borð við spít­alla njóti for­gangs að raf­orku“.

Aldeilis ágætt það. Þeir sem þurfa nauðsynlega raforku, þegar hún er af skornum skammti, geta yljað sér við þá tilhugsun að með löggjöf er búið að tryggja raforku.

Það er að segja fyrir almenning og lífsnauðsynlega starfsemi. Önnur má jú sigla sinn sjó eins og á veirutímum - kannski fara á bætur hjá hinu opinbera ef verið er að brjóta samninga.

Já, það var alveg rétt hjá þeim sem sögðu að það þyrfti ekki að framleiða meiri raforku. Hún verður einfaldlega til á Alþingi núna og innan opinberra stofnana.

Er ekki hægt að setja fleiri góð lög sem tryggja almenningi önnur gæði líka? Af hverju að takmarka sig við raforku?


mbl.is Ætla að setja neyðarlög um raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband