Sagan öll um Eddu Björk og brottnumdu börnin

Ég geri fyrirsögn Nútímans að minni, því hún er góð. 

Það hefur ýmislegt gengið á í umræðunni um íslenska barnaræningjann sem stal börnum og faldi. Margar spurningar hafa ítrekað skotið upp kollinum. Vildu börnin láta ræna sér? Líður þeim vel? Er verið að heilaþvo þau? 

Loksins er búið að skola upp á yfirborðið forsögunni að baki því sem er ástandið í dag. Nokkuð sem blaðamenn eru einfaldlega óhæfir til að gera, með fáum undatekningum.

Ég er eindreginn stuðningsmaður þess að börn hafi til jafns í lífi sínu föður og móður. Innan og utan sambands og hjónabands. Alltaf, og sem mest, jafnan aðgang að báðum foreldrum. Reyni annað foreldri að ýta hinu út er það árás á börnin, nema í sjaldgæfum undantekningartilvikum (pabbi sem nennir ekki, mamma sem sprautar sig). 

Frétt Nútímans er góð og eyðir vonandi 99% af rangfærslunum í umræðunni, gefið auðvitað að fólk slökkvi aðeins á yfirsnúningi sínum. 

Nú er að sjá hvort börn fari úr því að hafa ekkert foreldri í lífi sínu í að hafa foreldri sem er ekki í fangaklefa fyrir mannrán. Eða hvort það takist ennþá að leika á kerfið. Sjáum hvað setur.

Hvað varðar mína þörf til að tjá mig um þetta mál þá held ég að hún sé horfin með frétt Nútímans og því flóði staðreynda og upplýsinga sem þar kemur fram. Kjósi fólk ennþá að halda sig við goðsagnir, þá það. Vonandi stendur eftir að mannrán hafa afleiðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Greinin í Nútíminn er alltof löng. Er ekki til þriggja málsgreina samantekt eikkursstaðar?

Guðjón E. Hreinberg, 5.12.2023 kl. 22:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Greinin er að megninu til þýðing á dómskjölum. Eg tel mig hafa dregið fram helstu punktana. 

Geir Ágústsson, 6.12.2023 kl. 06:20

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hún beitir "tálmun" og hefur fengið tannlæknir í lið með sér.

Þeir eru ófáir karlmennirnir sem hafa fengið slíka meðferð, þótt þetta tilfelli sé einstaklega slæmt. Oftast er látið nægja að eitra hug barnanna. 

Ragnhildur Kolka, 6.12.2023 kl. 09:08

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Enginn hefur réttindi eða lögmæti til að taka börn af móður. Á þessu er engin undantekning.

Guðjón E. Hreinberg, 6.12.2023 kl. 12:46

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Það er bara alls ekki kjarni málsins. Bara alls ekki.

Geir Ágústsson, 6.12.2023 kl. 13:01

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Vek athygli á þessari grein í SVT í gær
Börnin voru send til Írak en foreldrið starfar núna við skóla í Svíþjóð eftir að hafa tekið út sína fangelsisrefsingu
Svíþjóð er reyndar líka hrynja niður skalann í Pisa

"Anledningen var att personen rest med sina barn från Sverige till Irak mot den andra vårdnadshavarens vilja. Detta skedde när kriget i Irak pågick och det skulle dröja ett år innan de återvände till Sverige."

Dömd för att ha fört sina barn till Irak – jobbar nu på Cordobaskolan | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 6.12.2023 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband