Rusl og verðmæti

Á heimasíðu dönsku orkustofnunarinnar segir:

Sorp hefur þróast úr því að vera vandamál í að vera eftirsótt auðlind. Þetta hefur skapað tækifæri fyrir vel starfhæfan markað fyrir úrgang sem gerir ráð fyrir aukinni samkeppni og skilvirkari úrgangsstjórnun. Hagræðing í sorpbrennslugeiranum hefur lengi verið á dagskrá stjórnmálanna.

Bíddu nú við, er sorp auðlind? Er sorp verðmætt? Er samkeppni um nýtingu á sorpi? Hvað er í gangi!

Í Danmörku eru starfræktar fjölmargar sorpbrennslustöðvar, oft í námunda við íbúðahúsnæði og hreinlega inni í hverfum. Á einni þeirra er meira að segja kaffihús á þakinu og skíðabrekka sem fólk má nýta, bæði á sumrin og veturnar.arc_strompur

Úr þessum verksmiðjum streymir lyktarlaus reykur. Ég heimsótti eina slíka um daginn og sá hvernig ruslabílarnir keyrðu inn, bökkuðu að gati í veggnum og sturtuðu þar sorpinu inn, beint úr ruslatunnum fólks. Vitaskulda á sorpið að vera flokkað rétt en búið að tryggja að ef rafhlaða springur að þá séu það ekki endalok ofnsins. 

Þessar stöðvar framleiða hita og rafmagn og er stundum talað um þær sem orka úr sorpi stöðvar (Energy from Waste).

Þessar sorpbrennslustöðvar - alls 23 talsins í Danmörku þegar þetta er skrifað - eru auðvitað misstórar. Menn segja of stórar fyrir íslenskar aðstæður. Mengunarbúnaðurinn sé líka of dýr - of dýr fyrir íslenskar aðstæður. Þegar er búið að ákveða að urða minna er því ekki annað í stöðunni en að borga fúlgur fyrir útflutning á sorpi. Það er ekki of dýrt fyrir íslenskar aðstæður, að því er virðist.

Gleymum því að í Danmörku finnast sorpbrennslur sem brenna svipuðu magni á ári og Sorpa urðar í dag, og uppfylla allar kröfur. Þegar kemur að samanburði við útlönd er bara við hæfi að bera saman borgarlínur. 

Gleymum því að tæknin er orðin mjög fullkomin. Ekki bara er reykurinn lítið annað en lyktarlaus og hvít gufa og að askan fer í gegnum mjög kröfuhart ferli þar sem næst meira að segja að vinna hráefni úr henni.

Gleymum þessu öllu!

Borgum frekar útlendingum fyrir að taka við sorpinu með skipaútflutningi sem kostar margfalt á við urðum, og leyfum þeim að njóta hitans og rafmagnsins sem hlýst af íslenska hráefninu.

Því við þurfum jú að hugsa um heildina en ekki bara okkur sjálf, ekki satt?

Á þessari síðu hefur áður verið minnst á íslensku orkuskiptin - að Íslendingar séu að fara úr rafmagni yfir í olíu. Sú lýsing nær ekki bara yfir fiskimjölsverksmiðjurnar. Hún nær líka yfir sorpið. Í stað þess að framleiða rafmagn með sorpbrennslu er olíu eytt til að sigla því í erlenda rafmagnsframleiðslu. Fjarlægðin á milli þess sem er sagt og þess sem er gert í íslenskum orkumálum vex í sífellu.


mbl.is Sorpa kynnir gjaldskrárhækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir, hvar myndir þú staðsetja nasisma á vinstri-hægri kvarðanum?

Kapítalisti (IP-tala skráð) 5.12.2023 kl. 14:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kapítalisti,

Í mínum huga skilgreini ég þá sem dýrka stórt og öflugt ríkisvald, sem bælir niður skoðanir og athafnafrelsi og sýgur til sín megnið af verðmætaframleiðslu samfélagsins, til vinstri. Þar eiga því heima bæði nasistar og sósíalistar.

Athyglisverð spurning samt. Hvað liggur að baki?

Geir Ágústsson, 5.12.2023 kl. 21:36

3 identicon

Það er oft sem að fólk kallar nasista "öfga hægri". Ég er ekki sammála því. Ég lít á nasista sem sósíalista. Flokkurinn hét fullu nafni National Socialist German Worker's Party. George Reisman var með góða grein á Mises síðunni þar sem hann útskýrði af hverju nasistarnir voru sósíalistar. Og það er fáránlegt að flokka sósíalista sem lengst til hægri.

Kapítalisti (IP-tala skráð) 6.12.2023 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband