Stærsta loftræstikerfi í heimi

Í stórskemmtilegum skoðanapistil í Viðskiptablaðinu um daginn er endað á nokkuð liprum orðum:

Þannig heyrðu hrafnarnir það frá fulltrúum atvinnulífsins sem þátt taka fyrir eigin kostnað að það hafi verið stórkostleg skemmtun að hlusta á íslenska embættismenn segja frá samningaviðræðunum sem þeir tóku þátt í og hvernig þær væru að þróast með tilliti til framtíðarhitastigs jarðar. Þær nefndu að eins og samningarnir stæðu þá stundina þá yrði hlýnun jarðar 1,7 gráður en þær væru að reyna að koma þessu niður í 1,5 gráður.

Já, þetta er víst bara svona: Aukin losun manna á koltvísýring ýtir hitastiginu upp, á mjög fyrirsjáanlegan og línulegan hátt, og minnkun á þessari tilteknu tegund losunar á þessari tilteknu lofttegund leiðir til minni hlýnunar á fyrirsjáanlegan og línulegan hátt.

Nú vinn ég í frekar stóru skrifstofuhúsnæði sem rúmar á góðum degi um 1500 manns og sit þar í rými með um 20 öðrum einstaklingum. Loftslagið í þessu húsnæði er algjörlega undir stjórn manna sem reka öflugt loftræstikerfi þar sem hita og kulda og raka má stjórna og aðlaga eins og til þarf til að ná ákveðnu raka- og hitastigi. En viti menn: Eftir því sem líður á morguninn og fleiri mæta á skrifstofuna, því heitara verður í rýminu. Það tekst sem sagt ekki að hemja loftslag innandyra þótt umhverfið sé algjörlega undir stjórn manna.

Og hvað þá af sömu nákvæmni og menn ætla núna að reyna beita á loftslagið.

Þetta er kannski ekki heppileg samlíking - loftslag breytist hægt yfir langan tíma og örfáar kommur geta leitt til mikilla afleiðinga, eða svo er sagt. En mér dettur kannski í hug að fólk sé búið að fylla hausinn á sér af heitu lofti frekar en vísindum og líði eins og það geti flogið eins og loftbelgur og telji að plánetan öll sé í raun eins og stjórnborð loftræstikerfis, frekar en flókið og ólínulegt samspil þátta sem verka hver á annan, jafnvel til skiptis. 

Munum að margir af helstu æðstuprestum veirutíma sem þar töluðu um vísindin eru líka leikmenn í loftslagsleikritinu. Það skyldi þó ekki vera að loftslagsvísindin séu sama þvæla og veiruvísindin en tekur bara lengri tíma að afhjúpa það?

En að lokum:

  • Vísindamenn deila ennþá mjög um hversu mikil áhrif losun manna á koltvísýringi hefur á hitastig Jarðar, og jafnvel um það hvort þau áhrif séu góð eða slæm (t.d. er Jörðin að grænka mjög núna vegna aukins styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu, og það eykur bæði vöxt skóga og uppskeru)
  • Það er engin samstaða meðal vísindamanna, en vissulega töluvert þöggun í gangi
  • Þegar vísað er í loftslagsskýrslur Sameinuðu þjóðanna er ekki verið að vísa í raunverulegu vísindin sem þar liggja að baki heldur umpökkun blaðamannafulltrúa. Vísindamenn hafa jafnvel sagt sig úr starfi Sameinuðu þjóðanna eftir að hafa fundist vera frjálslega farið með niðurstöður þeirra
  • Það er líklega að hefjast kuldaskeið en ekki hlýðskeið á Jörðinni eftir þægilega áratugi undanfarið
  • Þessar loftslagsráðstefnur munu í framtíðinni fara í sögubækurnar með pílagrímusferðum trúaðs fólks, nema hvað ólíkt slíkum ferðum innan hinna hefðbundnu trúarbragða, sem hætta sennilega aldrei, þá hverfa loftslagsráðstefnurnar á endanum

Höldum fótunum í jarðsambandi og hausinn lausan við heitt loft þótt það sé erfitt með okkar stjórnmála- og blaðamenn að störfum.


mbl.is Forseti COP28 sagður afneita hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi gaur eru óvæntasta hetja ársins.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2023 kl. 18:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Sammála. Það var svolítið skvaldur í vinnunni um hann í dag, manninn sem er hreinlega að AFNEITA VÍSINDUNUM! 

Doktorsgráða er greinilega enginn mælikvarði á hæfileikann til að hugsa sjálfstætt. Þvert á móti.

Geir Ágústsson, 4.12.2023 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband