Kalli kóngur og krísan

Karl Bretakonungur hefur ítrekað spáð heimsendi. Þær spár rættust vitaskuld ekki. Hans spár eru þvæla. Þær má hunsa. 

Auðvitað kemur heimsendir einhvern tímann. Sólin er að stækka og mun að lokum gleypa Jörðina og sólkerfið allt saman. Kannski kemur loftsteinn. Kannski fara af stað eldsumbrot um allan heim sem tortíma lífi á Jörðinni. Þá gæti kannski einhver sagt að Kalli kóngur hafi spáð rétt fyrir um heimsendi þótt það hafi verið af röngum ástæðum. Það er jú galdurinn við margar spár: Þær rætast á endanum.

Það er engin hamfarahlýnun á Jörðinni í gangi og jafnvel teikn á lofti um að kuldatímabil sé að hefjast, svipað því og sumir kalla litlu ísöld miðalda í Evrópu. Sem betur fer hefur hlýnað síðan þá, nálægt því þægilega hitastigi sem landnámsmenn á Íslandi og Grænlandi upplifðu fyrir um 1000 árum, en það ástand ætlar ekki endilega að endast, því miður.

En þýðir það að mannkynið eigi bara að fá að dæla eitri og mengun í andrúmsloftið? Auðvitað ekki, enda mikilvægt að gera greinarmun á mengun og losun gróðurhúsalofttegunda (eins og vatnsgufu og koltvísýrings). Mannkynið er orðið frekar duglegt í að takmarka mengun. Um leið og fólk fær að ná ákveðnum lífsgæðum þá fer það að atast í þeim sem menga loft, land og vatn. Það fer að krefjast hreinnar náttúru. En til að komast þangað - frá því að svelta og í að verða krefjandi - þarf hagkvæma orku og í dag kemur sú orka fyrsta og fremst frá bruna á jarðefnaeldsneyti og losun á koltvísýringi í andrúmsloftið.

Þessa dagana funda tugþúsundir af mest mengandi og losandi fólki heims í ríku olíuframleiðsluríki og predika þar úr fílabeinsturni á þinn kostnað. Hræsnin verður varla mikið meiri og það má líta á þessa sýningu sem hreinasta leikrit sem er hvorki fyndið né áhugavert. Það er við hæfi að hæðast að þessum sirkus og gera lítið úr öllu umstanginu, og í framhaldinu byrja að gagnrýna fjáraustrið sem skattgreiðendur eru þvingaðir til að standa undir svo opinberir starfsmenn geti skemmt sér á lúxushótelum.

Því Kalli kóngur í krísu er persóna sem kemur okkur ekkert við nema sem skotmark brandara. 


mbl.is Hvetur til „raunverulegra“ aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þegar fjöldi fífla og asna koma saman til að ræða um Wúdú trú

er aðeins ein útkoma. Algjör geðveiki.

Snilldaar pistill að venju og sammála þér í öllu.laughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.12.2023 kl. 13:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Takk fyrir innlitið og athugasemdina. Þetta er geðveiki já. Nú þegar vindmylluævintýrið virðist ætla að fjara út nema skattgreiðendur opni veskin upp á gátt, og Kínverjar og Indverjar ekki að sýna nein merki um að hætta framleiða orku fyrir þá sem enga hafa í dag, er þetta bara spurning um tíma. Nú þegar eru að koma brestir í orðavali: Við tölum ekki lengur um "grænt stál" (stál sem á einhvern veginn að framleiða án losunar) heldur "stál með minnkandi útblæstri", og Svíar og Finnar og Frakkar og jafnvel Pólverjar og fleiri að bakka aðeins í öfgafyllsta orðalaginu á þeirra ásetningi. 

Dag einn, eins og í tilviki heimsfaraldurs, segja menn svo: Jæja ok þá, hugum frekar að velferð mannkyns en einhverjum spálíkönum sem hafa ekki séð neitt fyrir. 

Kannski snjóbylirnir sem ganga núna yfir Evrópu geti kælt menn aðeins niður. Verst að þeir ná ekki til Dubaí.

Geir Ágústsson, 2.12.2023 kl. 20:50

3 Smámynd: Skúli Jakobsson

Vonandi fer fyrir þeim eins og læknunum sem auglýstu reykingar a sínum tíma...

Skúli Jakobsson, 3.12.2023 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband