Þetta er bara túlk­un. Og túlk­un get­ur verið röng

Vísindin eru leitin að þekkingunni. Þau eru skoðanaskipti. Þau eru átök. Það er þetta ferli sem skilar okkur því besta sem vísindalegar rannsóknir hafa upp á að bjóða.

En svona eru vísindin ekki kynnt í dag. Þau eru miklu frekar kynnt sem eins konar sannleikur. Níutíu og eitthvað prósent vísindamanna eru sammála um eitthvað, og það er þá sannleikurinn. Allskyns embætti og stofnanir eru sammála um eitthvað, og það er þá sannleikurinn. Þeir sem eru ósammála eða gagnrýna eru álhattar og vitleysingar.

Það var því hressandi að lesa eftirfarandi ummæli eftir íslenskan vísindamann, og að því er virðist raunverulegan vísindamann:

„Þetta er bara túlk­un. Og túlk­un get­ur verið röng,“

Þetta segir hann við blaðamann sem slengir engu að síður í fyrirsögn einni mögulegri túlkun af mörgum. Blaðamaður hafði þó vit á að birta fyrirvara vísindamannsins.

Það er ákveðið vandamál við að hin nýju vísindi og þau raunverulegu beri sama titil því þá er hætta á að fólk missi trú á hvoru tveggja. Ein sniðug leið sem ég hef séð til að forðast þennan rugling er að kalla hin raunverulegu vísindi vísindi, og hin nýju Vísindin® (með litla tákninu fyrir skráð vörumerki, og stórum upphafsstaf).

Ég ætla að samþykkja þessa aðgreiningu. Þannig má segja að Vísindin® séu að selja okkur hamfarahlýnun af mannavöldum, að karlmenn geti fætt börn og allt um ágæti mRNA-lyfjatækninnar til að forðast kvefpest og allt þetta með nálægt því 100% nákvæmni án fyrirvara, og að vísindin séu að segja okkur frá jarðhræringum neðanjarðar en þar sem túlkun er bara túlkun, og gæti verið röng, en líka (og vonandi) rétt.


mbl.is Kvikan gæti verið komin á 400 metra dýpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagt er að vísindin geti ekki sannað nokkurn skapaðan hlut, bara afsannað.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.11.2023 kl. 21:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Já, það er Karl Popper línan. Megi hún snúa aftur sem fyrst!

Það þýðir samt ekki að við vitum ekkert. Fjarri því. Vagnarnir á lest réttlætishugsunar reyna að segja okkur að annaðhvort sé allt í nafni vísinda rétt, eða að menn séu að afneita vísindum (og hætti væntanlega í kjölfarið að keyra bíla og hvað þá að keyra þá yfir brýr).

Geir Ágústsson, 15.11.2023 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband