Fimmtudagur, 9. nóvember 2023
Vel soðnir danskir froskar
Ein besta álitsgrein veirutímanna var án efa Hvernig skal sjóða íslenskan frosk. Hér er lítil tilvitnun í hana til að leggja áherslu á snilldina:
Til að sjóða frosk lifandi þarf að hita vatnið hægt. Annars hoppar hann uppúr. Það verður smátt og smátt eðlilegt að mega ekki mæta í vinnu, fara í sund, fara í ferðalög eða bjóða fólki heim til sín í mat. Hægt og hægt verður hugmyndin um eðlilegt líf fjarlægari. Það gleymist að fortíðin er ekki eðlileg. Það er nútíminn sem er eðlilegur. Þetta er nú líf okkar.
Ég er búinn að lesa þessa grein oft og mæli með því að þú gerir það sama því hún er í raun tímalaus. Það eru nefnilega til fleiri leiðir til að sjóða froska.
Ég les núna í dönskum fréttum að til stendur að leggja á enn einn skattinn á flugmiða. Blaðamaður gekk á nokkra farþega og spurði þá um álit þeirra á þessum nýja skatti sem að nafninu til á að renna til grænna orkuskipta og hærri ellilífeyris (já þú last rétt) en rennur auðvitað bara í hítina og verður notaður í hvað það nú er sem aflar atkvæða.
Farþegarnir höfðu ekkert á móti hinum nýja skatti. Sumir furðuðu sig að vísu á þessu með hærri ellilífeyri í skiptum fyrir hærra flugmiðaverð en ef nú bara skattarnir fara í að minnka losun á koltvísýringi og framleiða umhverfisvænt eldsneyti að þá eru þeir ásættanlegir.
Sem sagt, vel soðnir froskar hérna, tilbúnir að blæða enn meira í hítina í gegnum hærra flugmiðaverð af því annars stiknar jörðin - vegna flugvéla.
Ég á satt að segja svolítið erfitt með að skilja fólk sem trúir bæði á hamfarahlýnun vegna losunar manna á koltvísýringi í andrúmsloftið og velur að kaupa sér flugmiða. Auðvitað geta verið góðar ástæður til að fljúga engu að síður, svo sem til að sinna vinnu eða rækta fjölskyldu- og vinatengsl, en margir þessara flugmiða fara einfaldlega í að sækja í hita og sól. Svo þér finnst hamfarahlýnun slæm og kennir mannkyninu um, en velur samt að fljúgja í meiri hita og sól? Aðstoð óskast til að ég skilji þessa hrópandi mótsögn.
En þannig er það nú. Flugmiðar fá á sig enn einn skattinn. Fátækt fólk situr heima. Efnað fólk borgar meira í hítina, ríkissjóður bólgnar og loftslagið finnur ekki fyrir neinu.
Allt eins og það á að vera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Athugasemdir
Fólk er alveg merkilega vitlaust.
Annars...
Það var svona skattlagning sem smám saman drap innanlandsflug hérna. Ef þeð hefði verið látið í friði væri enn flogið á Ólafsfjörð, svona til dæmis.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2023 kl. 20:11
Það má velta fyrir sér hvers vegna íslenskir froskar leyfa glaðir þessar pyntingar. Kannski vegna þess að við erum söguþjóð -trúum á frásögnina hver sem hún er og á hvaða tíma sem er. Frásögnin kallar ekki á gagnrýna hugsun. Hún er línulega svo aðeins þarf að fylgja þræðinum. Vonandi að nýju glæpasagnahöfundarnir geti breytt einhverju þar um, því glæpasagan kallar á árvekni lesandans, sem á, ef allt er með felldu, að reyna sjá fyrir "Who done it."
Ragnhildur Kolka, 10.11.2023 kl. 11:49
Farðu til Tene, vertu heimsborgari, Elítan reddar rest.
Eða þannig.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 10.11.2023 kl. 17:13
Mjög góður pistill og að mínu mati mikill heiður þegar í mann er vitnað í ritstjórnargrein Morgunblaðsins!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.11.2023 kl. 09:21
Ragnhildur,
Íslendingar eru vissulega auðtrúa og gjörsamlega búið að strauja alla sjálfstæða hugsun út úr flestum þeirra. Núna er verið að smala þeim í níðþunga rafmagnsbíla sem slíta götunum miklu meira en aðrir - til að minnka sótmengun!
Guðbjörn,
Takk fyrir hrós og innlit. Já, Staksteinar sækja sér stundum efni hérna og verði þeim bara að góðu.
Geir Ágústsson, 11.11.2023 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.