Vinstrisinnaðir blaðamenn að blása í segl Trump

Við heyrum og lesum mikið um pólitískar ákærur gegn Donald Trump, frávarandi Bandaríkjaforseta, enda telja hér ýmsir að nú sé aldeilis verið að þjóna réttlætinu. En ég sé ekki mikið fjallað um afleiðingar þessara ákæra.

Nú er ég enginn stuðningsmaður Trump, hvorki sem persónu né forseta. Hann gerði sumt rétt, eins og fleygja hinu svokallaða Parísarsamkomulagi í ruslið og koma á samskiptum milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann kann að taka upp símann og forðast loðið tungutak atvinnustjórnmálamannanna, og í fyrsta skipti í áratugi hófu Bandaríkin ekki nýtt stríð. En hann gerði margt rangt, er alveg gjörsamlega ósamkvæmur sjálfum sér og er auðvitað alveg gríðarlega óvinsæll víða um heim, sérstaklega í Evrópu (en það eru svo sem allir Bandaríkjaforsetar úr Repúblikanaflokknum, sama hvað).

Það kemur mér því á óvart hvað fjölmiðlar eru duglegir að blása í segl Trump. Ný könnun New York Times í ríkjum þar sem er oft mjótt á munum sýnir vaxandi bil á milli hins hruma Biden og hins kjaftfora Trump, Trump í hag. Pólitísku ofsóknirnar virðast ætla að hafa öfug tilætluð áhrif, og auðvitað hjálpar galin innflytjendastefna og versnandi fjárhagur hins vinnandi manns ekki til.

Um þetta er sem sagt lítið fjallað í evrópskum fjölmiðlum en mun víðar í Bandaríkjunum. Kannski neita Evrópumenn að trúa þessum áhrifum endalausra auglýsinga sinna á því hvað Trump er að gera hverju sinni, og ítrekuðum fréttum um hvaða upplogna þvæla er núna í gangi. 

Það væri óskandi að bandarísku stjórnmálaflokkarnir gætu bryddað upp á einhverju betra en Biden og Trump og öðrum slíkum númerum. En svo virðist ekki vera, og stefnir í endurkomu Trump, í boði vinstrisinnaðra blaðamanna.


mbl.is Trump ber vitni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband