Athugasemd um Almannavarnir

Rakst á þessa litlu athugasemd í lengri færslu eftir mikinn meistara (lítillega lagfærð):

Almannavarnir loka allri auðveldri aðkomu að saklausu túristagosi og þvinga fólk í 20 km göngu bara til að sjá það. En þegar möguleg stórskaðagos verða undir byggð og raunveruleg hætta stafar að lífi fólks vegna goss, þá er bara gengið út frá því að allt reddist.

Magnað, ef rétt er. Kæmi raunar heldur ekkert á óvart. Það er eins og hin og þessi yfirvöld gleymi sér alltaf í aukaatriðum. Á veirutímum sáum við þetta óteljandi sinnum. Í dag eru þau ennþá að boða sprautur og hunsa umframdauðsföll. 

Annars má kannski sýna sérfræðingunum svolitla samúð í þetta skipti. Það ríkir alltaf mikil óvissa í aðdraganda eldgosa og kannski óþarfi að steypa hinu opinbera í enn meiri skuldir til að borga skaðabætur til ríkra einkafyrirtækja. En það er alveg sjálfsagt að vara gesti baðvatnsins í eldfjallasprungunni við ástandinu. 


mbl.is Landris heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Setja skilti við lónið með áletruninni: Magma 4km

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2023 kl. 21:42

2 identicon

Auðvitað átti að leyfa fólki að fara stystu leið, á móti kokteil gasgolu eitraðra lofttegunda, og þramma bratta lausamöls slóða sem ekki voru aðgengilegir nema með þyrlu ef einhver hefði runnið til og brotnað. Og Bláa Lónið á náttúrulega að rýma strax, það er ekkert víst að þær sex eða tólf klukkustundir, sem gætu orðið stysti aðdragandi, nægi til að koma fólki uppúr leðjunni, í sturtu, að þurrka sig klæða og skella í sig bjór á pöbb í miðbænum. Stjórnlaust panikk og fávísi eru jú einkenni álitsgjafa og bloggara og svo miklu skemmtilegri en yfirvegun, þekking og skynsemi sérfræðinganna.

Vagn (IP-tala skráð) 6.11.2023 kl. 19:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Stjórnlaust panikk og fávísi eru jú einkenni álitsgjafa og bloggara..."

- Segir álitsgjafi og bloggari.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2023 kl. 19:27

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Kannski að bæta við skilti: Very hot experience!

Vagn,

Höskuldavellir (í samstarfi við landeigendur) og öflugar rútur og málið leyst. En mig minnir að yfirvöld hafi lokað einkavegi, sem er sérstakt. Rökin fyrir 8 klst fjallgöngunni eru engin.

Geir Ágústsson, 6.11.2023 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband