Laugardagur, 4. nóvember 2023
Glópahlýnun
Ég rakst á alveg hreint stórskemmtilegt línurit sem segir miklu meira en bara þróun einhverra talna.
Það lítur svona út:
Þetta línurit sýnir losun á koltvísýringi vegna orkuframleiðslu. Græna línan eru OECD-ríki, eins og Ísland, og bláa línan eru ríki utan OECD, eins og Kína. Rauða línan er summan af grænu og bláu línunni.
Græna línan er á leið niður enda erum við að skattleggja okkur í rjáfur til að minnka losun okkar á koltvísýringi. Við skiptum út öruggu og hagkvæmu jarðefnaeldsneyti fyrir vind og sól. Við lokum kolaorkuverum og opnum ekkert í staðinn. Við gerum bílana alveg ómögulega dýra í rekstri.
Bláa línan er á uppleið. Framleiðslan og fyrirtækin sem fóru út úr grænu línunni færðu sig yfir á bláu línuna.
Jafnvel þótt græna línan sé á leið niður þá er summa grænu og bláu línunnar á leið upp. Ríki utan OECD eru að bæta upp fyrir okkar minnkun á losun koltvísýrings og vel það.
Plaströrin í útlegð, orku- og umhverfisskattarnir, eldsneytisgjöldin, kolefnisgjöldin, regluverkið, skattaafslættir á bílum ríka fólksins - allt þetta sem við leggjum á okkur til að færa útblástur frá grænni línu til blárrar línu - hvetjandi ekki satt?
Nú kynni einhver að stinga upp á því að við ættum að reyna ná bláu línunni niður, eða að minnsta kosti að reyna fletja hana út. En það er ekki að fara gerast. Indversk, kínversk, brasilísk, indónesísk, víetnömsk og pakistönsk yfirvöld eru ekki að fara hægja á viðleitni sinni til að koma fólki úr engri orku í einhverja orku.
Kannski seinna, eftir áratug eða svo, þegar allir eru með einhverja orku, er hægt að hugleiða orkuskipti, en ekki fyrr en það.
Mundu þetta næst þegar þú reynir að soga í þig mjólkurhristing með pappírsröri áður en það fellur saman. Í nafni loftslagsins, auðvitað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta skiftir engu.
Planið er ekki að minnka mengun, planið er að auka fátækt á vesturlöndum.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2023 kl. 15:51
Keyptu ríkin á bláu línunni heimildir til þessarar auknu losunar?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2023 kl. 16:38
Guðmundur,
Neinei, þau eru í raun að standa við sitt. Kínverjar og Indverjar lofuðu í París á sínum tíma að ná "peak emissions" einhvern tímann á bilinu 2030-2035, og nú þegar eru Kínverjar að nálgast að geta aukið þjóðarframleiðslu sína á hlutfallslegrar tilsvarandi aukningar á losun CO2 (en þetta fylgist gjarnan að á upphafsárum orkuinnviða), svo þeir eru að standa við sitt.
Ásgrímur,
Auðvitað. Verst að það er að takast. Nú er til dæmis kjötið á góðri leið að vera of dýrt fyrir venjulegt fólk - nema til hátíðarbrigða, eins og á miðöldum.
Geir Ágústsson, 4.11.2023 kl. 17:37
Takk fyrir skýrt svar.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2023 kl. 17:40
Það reddast!
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2023 kl. 02:27
Sósíalisminn hefur aldrei gengið út á að bæta hag almennings. Markmiðið er að allir séu jafnir í eymdinni. Loftslagsváin er sósíalísk í (eðli)sínu.
Ragnhildur Kolka, 5.11.2023 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.