Fimmtudagur, 2. nóvember 2023
Pilla til að passa í peysuna
Lyf eru æðisleg. Þau eru afurð vísindamanna og vísindanna. Þau eru örugg og æðisleg. Þeir sem framleiða þau eru dýrlingar sem berjast fyrir velferð mannkyns.
Núna er hægt að fá lyf við öllu, meira að segja kvefpest. Yfirvöld passa auðvitað upp á að þessi lyf séu í lagi - valdi ekki hjartavöðvabólgu, ófrjósemi, lömun, fötlun, andláti. Vissulega er ekkert lyf alveg 100% öruggt fyrir alla en frávikin eru gripin af öflugu eftirliti og varúðarleiðbeiningar útbúnar. Læknar fylgjast með rannsóknum og passa að nýjasta þekking sé alltaf nýtt við ráðleggingar.
Þetta er alveg frábært kerfi. Við göngum um stórmarkaði lyfjasalanna og veljum lyf sem létta líf okkar. Pilla til að passa í peysuna eða buxurnar, pilla til að lækka blóðþrýsting, pilla til að lækna kvef. Ekkert getur farið úrskeiðis í þessu kerfi.
Nú tek ég engin lyf sjálfur, nema daglega vítamínpillan og lýsisskeiðin og einstaka engiferskot falli undir þann flokk. Ég er kannski bara kjáni. Af hverju tek ég ekki bara pilluna sem fær mig til að passa í minni buxnastærð og aðra sem hjálpar mér að sofna og enn aðra til að hjálpa mér að vakna? Á gráum dögum væri fínt að geta hent í sig pillu til að lýsa upp daginn. Þegar er mikið að gera og skrokkurinn þreyttur er eflaust upplagt að kyngja svolitlum kokkteil og hressast. Að drekka vatnsglas gegn hausverk er örugglega eitthvað úrelt og gamaldags.
Mögulega þarf ég á endurmenntun að halda. Hvar er best að sækja í slíkt? Ábendingar óskast.
Megrunarlyf skilar feitum hagnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Athugasemdir
Ég þarf ekki að taka insulin, það er það sem osampic gerir fyrir mig.
Jón (IP-tala skráð) 2.11.2023 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.