Fjórða vaktin

Eitthvað hefur verið rætt um hina svokölluðu þriðju vakt. Hún er skilgreind sem svo á einum stað:

Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir.

Síðan er haldið áfram:

Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega.

Þá höfum við það. 

Þetta stórkostlega vandamál má auðvitað nýta til að selja bækur, eða eins og segir á einum stað í viðtali við höfund bókar (feitletrun mín):

„Rann­sókn­ir sýna að það er oft erfitt að greina á milli mæðrun­ar og að vera maki ein­hvers þegar kem­ur að þessu,“ seg­ir Hulda [Jóns­dótt­ir Tölgyes sál­fræðing­ur]. „Rann­sókn­ir sýna líka að kon­ur eru miklu meira í því að minna maka sinn og börn­in á eitt­hvað held­ur en að karl­ar eru að minna heim­il­is­fólk á hluti,“ seg­ir hún jafn­framt.

Áfram er haldið:

Af frá­sögn­um margra ís­lenskra kvenna að dæma upp­lifa þær eig­in­menn sína sem eina af börn­un­um vegna þeirr­ar auknu hug­rænu byrði sem fell­ur gjarn­an á herðar þeirra, einna helst í gagn­kyn­hneigðum sam­bönd­um.

Hulda tel­ur mik­il­vægt að karl­ar opni aug­un fyr­ir þeirri skaðsemi sem þriðja vakt­in veld­ur kon­um og þeir fari að beina sjón­um sín­um að þeirri duldu mis­skipt­ingu sem á sér stað á milli kynja. Hún seg­ir fræðsluna til staðar en stór hluti vanda­máls­ins séu rót­gró­in sam­fé­lags­leg viðhorf sem þurfi að breyt­ast.  

„Karl­ar þurfa að stíga inn af full­um þunga, taka ábyrgð og gera það að eig­in frum­kvæði.“

Jæja, gott og vel.

Ég hjó eftir einu - þessu með að konur þurfi í sífellu að vera minna á hitt og þetta. 

Væntanlega að minna á að það vanti epli í ísskápinn, að ruslið sé fullt, að börnin þurfi nesti.

Er þetta ekki bara annað orð yfir tuð og lélega verkaskiptingu og skort á ábyrgðartilfinningu í umhverfi áminninga?

Nú má að mörgu leyti bera saman rekstur á heimili og rekstur á fyrirtæki, eða vinnu að verkefni innan fyrirtækis. Ef verksviðin eru skýr þá þarf ekki mikið meira en stöku stöðufundi til að allir viti hvar reksturinn stendur og hvaða upplýsingar þurfi að fara á milli. Ekki að verkefnastjóri sé að handstýra öllu heldur að samtalið eigi sér stað. Flestir reyna að tryggja að þeirra framlag sé tilbúið á réttum tíma, hlaupa undir bagga þegar það er hægt og huga að forgangsröðun.

Hendum inn í þessa blöndu konu sem finnst hún stanslaust þurfa að „minna á“ hitt og þetta. Það sem gerist sjálfkrafa er að frumkvæði fólks er tekið úr sambandi. Til hvers að sýna frumkvæði þegar áminningin er handan við hornið? Fyrirmælin um hvað sé mikilvægast núna? Þetta er mögulega ein öflugasta leiðin til að slökkva á heilum fólks og frumkvæði.

Ég ætla að leyfa mér að búa til nýtt hugtak: Fjórðu vaktina.

Það felst í því að þurfa í sífellu að vera í stappi við manneskju á þriðju vaktinni um hvað er mikilvægast hverju sinni. Taka eilífa slagi. Hafa eigin skoðanir á því sem þarf að gera. Rífast og gera það duglega. 

Þessi fjórða vakt tekur á og er mögulega ein af stærri ástæðum fyrir hárri skilnaðartíðni þar sem þriðja vaktin getur ekki hætt að „minna á“ á eigin hugmyndir og gera lítið úr hugmyndum annarra um hvað þarf að gera og hvað þarf hreinlega ekki að vera í fyrsta forgangi. Þetta gerir fólk á fjórðu vaktinni andlega og líkamlega örmagna.

Ég ætti kannski að skrifa bók?

Hún gæti heitið: Fjórða vaktin - hvernig fólk þróar með sér ábyrgðartilfinningu í fjarveru strengjabrúðumeistara, en ekki með hjálp slíkra.

Forpantanir má senda á netfang mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Nákvæmlega. Skemmdarstarfsemi tuðsins þarf að hætta. Að stýra börnum og eiginmönnum í smáatriðum eru árásir sem valda tómu tjóni. 

Þriðja vaktin er heimatilbúin vandamál konunnar. Barnið gleymir bara einu sinni nestinu sínu.

Kristinn Bjarnason, 1.11.2023 kl. 12:31

2 identicon

Það er semsagt mjög lýjandi að vera stjórnsöm tuðandi frekjudós 24/7. Því skal ég trúa.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 16:38

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eitt sinn talaði fólk um stolt yfir því að sinna skyldum, gera gagn, hjálpa til, osfv. Ef þetta á allt að falla yfir á karlmenn, hvað vilja þær þá gera? Stjórna á bakvið gler?

Er þetta ekki innihaldslaust tuð femínista? Þann dag þegar þær (eða þeir femínistarnir, þau af báðum kynjum eða öllum) viðurkenna að öll baráttumál séu í höfn geta þær leyst upp baráttusamtökin femínistar. Þessvegna verður það aldrei gert. Það verður alltaf hægt að tuða yfir einhverju. 

Ingólfur Sigurðsson, 1.11.2023 kl. 22:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig ætli það komi fram í almennu viðhorfi og almennri framkomu í daglegu lífi að hafa fengið þá hugsun í hausinn að makinn sé meira eins og einn af börnunum en fullorðin manneskja og jafningi?

Geir Ágústsson, 2.11.2023 kl. 07:25

5 identicon

Góður pistill og góðar athugasemdir.

Mér datt strax í hug Ameriska málsháttinn "Happy wife, happy life", eða snúið á hinn veginn "Unhappy wife, unhappy life". Er það þá ekki ábyrgð karlmannsins að gera konuna ánægða? Ef hann getur það ekki, hvað er hann þá?

Merkilegt er svo að sjá hvernig karlmaðurinn hefur verið settur fram í bandarískum afþreyjingarþáttum: eins og td Homer Simpson eða King of Queens; hann er feitur og gráðugur, frekar heimskur og konan þarf að hafa fyrir honum eins og barni. Áhorfandinn hlýtur að spyrja sig: Af hverju eru svona eldklárar superkonur að láta sig hafa það að tjónka við svona fábjána? Getur verið að þetta sé dulbúinn áróður gegn hjónabandinu; hvatning til þess að konur sækist fyrst of fremst eftir frama á vinnumarkaði og gefi hefðbundið fjölskyldulíf upp á bátinn? Og í framhaldi af því fólksfækkun?

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.11.2023 kl. 12:05

6 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Konuþras er sem sífelldur þakleki ……

en hyggin kona er gjöf frá Jehóva.

(Ok.19:13-14).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 2.11.2023 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband