Fimmtudagur, 26. október 2023
Fíllinn í barnaherberginu
Athyglisverð frétt í Ríkisútvarpi Útvaldra Viðhorfa (RÚV) segir frá því að á Íslandi sé að verða til skortur á nýfæddum íslenskum börnum:
Í fyrra fæddust um 4.400 börn á Íslandi, mun færri en í hitteðfyrra þegar þau voru næstum 4.900. Ekki hefur munað svo miklu á milli ára frá því undir miðja 19. öld. Þó að óvenjumörg börn hafi fæðst 2021 hefur frjósemi aldrei verið minni en 2022.
Skýringin? Eitthvað loðið svar um sveiflur í viðhorfum.
Mun líklegri skýringar:
- Sprautur veirutíma hafa dregið úr frjósemi eða möguleikum kvenmanna til að klára óléttuna
- Menn leggja ekki lengur í þá óvissuferð sem felst í því að feðra barn og vera svo varpað á dyr og gerðir að bláfátækum meðlagsgreiðendum í kerfi sem er skítsama um hlutverk feðra í lífi barna
- Álagið á barnafólk vegna endalausra biðlista, starfsdaga og stækkandi frítímabila um leið og tilraun er gerð til að vinna nokkuð fulla vinnuviku er að verða barnlausu fólki ljóst
- Er ekki hamfarahlýnun í gangi og slæmt fyrir loftslagið að bæta við fólki?
- Ef það tekst að koma ungabarni á legg og inn í skólakerfið þá tekur við það þunga verkefni að troða því inn í fast mót og þegar það mistekst: Skrá það á biðlista svo það geti fengið greiningu og fái í kjölfarið róandi lyf. Spennandi tilhugsun, ekki satt?
- Það er dýrt að ala upp barn og halda uppi sífellt stækkandi opinberum rekstri. Af hverju ekki að bara sleppa því? Ég hef séð unga fólkið lýsa því yfir að það sé mikilvægt að eiga mikið félagslíf í stuttri vinnuviku.
Ég er eflaust að gleyma einhverju augljósu en eitt blasir við: Viðmælandi RÚV, sagnfræðingur og forseti hugvísindadeildar Háskóla Íslands, býður ekki upp á neitt nothæft.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Athugasemdir
Gætum alveg eins sagt hin ósýnilega hönd markaðarins. Hins vegar hefur fæðingartíðini í heiminum verið að lækka síðustu 10 ár og stefnir í fækkun þe. sjálfbærni fæðinga (fæðingastuðulinn 2,1) er ekki nógu hár. Held sért á réttri leið þegar segir að það sé ekki eftirsóknavert að fæða barn.
Rúnar Már Bragason, 26.10.2023 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.