Fimmtudagur, 26. október 2023
Núll komma sex prósent niðurskurður ratar í fréttirnar
Tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar var sagt upp í gær og voru uppsagnirnar liður í yfirstandandi hagræðingaraðgerðum að sögn Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra.
Þetta þykir fréttnæmt.
Hjá Vegagerðinni starfa um 360 manns og fækkun um tvo svarar til 0,6% niðurskurðar. Sem sagt, ekki fréttnæmt að neinu leyti.
Blaðamaður er samt fullur samúðar. Forstjórinn fær þarna að tala um að það sé verið að fylgja fyrirmælum og þau verði núna bara að reyna að halda áfram. Já, það ætti nú að takast held ég.
Ég hef unnið fyrir fyrirtæki sem hafa þurft að skera starfsmannafjöldann niður um 20-30% á einu bretti og alltaf gekk verksmiðjan og viðskiptavinir fengu sitt. En það er auðvitað lífið í raunhagkerfinu, ekki því opinbera.
Annars er ég með hugmynd fyrir blaðamenn sem hafa lítið fyrir stafni: Fylgjast einhvern veginn vel með uppsögnum innan hins opinbera (þau gögn hljóta að vera til) og skrifa svo stórar fyrirsagnir um að viðkomandi opinbera stofnun þurfi nú að bara að reyna að halda áfram. Engin hlutföll eru hérna nógu lítil.
Auðvitað fyllir hið opinbera hratt upp í slíkar holur. Í stað eins koma tveir ef rétt er haldið á spöðunum. En á meðan þarf bara að reyna að halda áfram á meðan ráðningarferlið er í gangi.
Að opinber stofnun sé að þenjast út eins og blaðra og fyllast af lofti en ekki innihaldi er auðvitað ekki fréttnæmt eins og við vitum.
Takk, fjölmiðlar, fyrir að standa vaktina fyrir hið opinbera. Enn og aftur.
Tveimur sagt upp hjá Vegagerðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í útvarpinu áðan var viðtal við einhverja gellu á vegum ríkisins. Hún hélt því fram að ef við tækjum upp nýjan gjaldmiðil þá hætti ríkið að safna skuldum.
Spyrinn setti engar spurningar við það.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.10.2023 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.