Kvár

Í tengslum við verkfall allra-nema-gagnkynhneigðra-karlmanna á Íslandi í dag hefur orðið kvár legið svolítið á huga mínum. 

Byrjun á orðabókinni, um orðið kvár:

ókyngreint nafnorð um fullvaxta manneskju

Aðrar skilgreiningar eru líka í boði, svo sem þessi:

fólk sem flokkast sem kynsegin/annað

Kynsegin/annað? Hvað er að vera kynsegin? Förum aftur í orðabókina:

sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggju, ekki bara sem karlkyns eða kvenkyns

6yrHvað er þá „annað”? Það veit enginn. Kannski bara það sem manneskju dettur í hug þann daginn (samanber mynd).

En gott og vel. Í dag fór fram á Íslandi verkfall kvenna og kvára. Fyrir utan að létta umferðina á háannatíma fólst í þessu, fyrir utan óendanlegan kröfulista, samkvæmt yfirlýsingu (feitletrun mín):

Allar konur og öll kvár sem það geta eiga að leggja niður störf þann 24. október; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nestisinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa á öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu.

Rökin?

At­vinnu­tekj­ur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbund­in kvenna­störf eru tals­vert verr launuð en karla­störf.

Það er nú það. Furðulegt að yfirvinna borgi sig, eða það að taka á sig hættuleg störf eða mikla ábyrgð sem kostar félagslífið mikið, en hvað um það.

Núna er allt þetta gengið yfir og verður fljótlega gleymt og grafið og fer á listann yfir alla hina dagana þar sem svokallaðar kvennastéttir (stéttir sem laða að sér kvenfólk vegna fyrirsjáanleika og nærveru við fólk frekar en hluti) efna til starfsdaga og annað gott sem skilja vinnandi foreldra eftir í örvinglun því þá þarf að sameina vinnu og barnatíma, og hvorugt verður sérstaklega gott.

Ég er alveg handviss um að ef atvinnurekendur koma auga á ódýrt vinnuafl sem framleiðir það sama, og tekur sömu áhættur, og dýrt vinnuafl að þá stökkvi þeir til og sópi það upp. Ódýr forstjóri? Já takk! Ódýr iðnaðarmaður? Já takk! 

En að því sem ég vildi ræða: Kvárin.

Þau fóru víst í verkfall. Kvárin eru sem sagt allir nema gagnkynhneigðir einstaklingar, og í hópi með konum allir nema gagnkynhneigðir karlmenn.

Mér skilst á forsætisráðherra Íslands, sem lagði niður vinnu í dag fyrir utan að svara tölvupóstum, að það hafi gengið bara ágætlega að reka landið án kvenna og kvára. 

... það voru karl­menn­irn­ir sem tóku vakt­ina og þeir gerðu það bara ágæt­lega.

Eru þetta ekki hættuleg skilaboð? Að verkfall kvenna og kvára hafi í raun ekki haft neinar afleiðingar fyrir stjórn á heilu landi? Fyrir utan að létta umferðina?

Þetta hlýtur að vera misskilningur. Í minni vinnu færi allt á hlðina ef kvenmenn (og kvár, sem ég hef reyndar ekki hitt enn þann dag í dag) einfaldlega hætta að vinna í svo mikið sem einn dag. Sennilega afleiðing mikils samstarfs þvert á kyn, húðlit, trúarbrögð og hvaðeina.

Mér finnst að það sem standi eftir er bara enn einn starfsdagur í skóla eða dagur þar sem vinnandi fólk fær ekki að vinna af einhverjum ástæðum (t.d. vegna umferðartafa eða heimsfaraldurs). Gleymt og grafið um leið og venjulegt líf getur hafist á ný.

Því miður, því það er ekkert nema gott að benda á hvað ofbeldi er hræðilegt og hvað mismunun sé það líka. En forréttindafólk í ríki sem mælist best allra í heimi á öllum góðum mælikvörðum valdi að leggja áherslu á peninga. Að vilja fá meira fyrir minna.

Vonandi ekki arfleifð kvenfólks nútímans í sögubókunum, en ekki útilokað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Geðveiki og fyrring.  Það er málið nú til dags.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.10.2023 kl. 21:27

2 identicon

Merkilegt fyrirbæri þetta kvár, hafði ekki hugmynd um hvaða það er að vera kvár en  allt í einu er þessum furðufyrirbærum ætlað að leggja Íslenskt atvinnulíf á hliðina með því að skrópa í vinnunni.  Þekki engan sem skilgreinir sig kvár en þeim er frjálst að gera það sem þeim dettur í hug.  Ef þú lætur mig í friði þá læt ég þig í friði.

Merkileg annars þessi eitraða kvennmenska, þessi óstjórnanlega þörf fyrir að spila sig sem fórnarlamb af minnsta tilefni og síðan þessi hjarðárátta að hópa sig saman til að gráta meint óréttlæti gegn forrétindakellingum sem allt hafa fengið áreynslulaust upp í fangið.  Karlmenn með bein í nefinu búa til sinn eigin veruleika en eru ekki vælandi á öxlum hvers annars yfir meintu óréttlæti heimsins. Grátgjarnar kellingar ættu að tileinka sér karlmennsku, ekki vælandi eitraða kvennmensku.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.10.2023 kl. 00:19

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég er andvígur öllum útgáfum af kynja-ruglingi.

Dominus Sanctus., 26.10.2023 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband