Líðan barna

Líðan barna já. Erum við ekki öll sammála um það að okkur er skítsama? Börn eru hvort eð er alltaf leið yfir einhverju, nenna ekki að læra, vilja bara vaka lengi og sofa út, borða rusl og henda skítugum fötunum á gólfið. Við teljum niður dagana að þurfa ekki lengur að sinna þeim öðruvísi en með því að eiga snakk í skúffunni og látum þau fá vasapeninga til að þau geti fjármagnað fjarveru frá heimilinu í sem lengstan tíma.

Nei ég segi svona. Ég vil ekki hljóma eins og einhver fræðimaður eða hjarðheilsusérfræðingur.

Kvíðin börn þurfa meiri aðgát vegna stríðsfrétta, er okkur sagt. Og það er kannski rétt ef börn eru yfirleitt að horfa á stríðsfréttir. Og raunar margt gott sem þarna kemur fram, svo sem:

Viðhorf forráðamanna sjálfra til stríðsins skipti ekki síður miklu máli. „Það er einmitt mjög gott að við séum ekki að dæma heilu þjóðirnar sama hvað stjórnvöld ákveða að gera, varast það að tala um að þessir séu svona eða hinsegin."

Margt fullorðið fólk hefði gott af svona ráðum.

Hvað um það. Hvar voru sérfræðingarnir á veirutímum? Þegar börnum var beinlínis þröngvað í skjáfyllta einveru? 

Þeir voru heima hjá sér í fjarvinnu, mögulega buxnalausir og í sófanum, að laumast til að horfa á einn og einn þátt á milli funda, eða fá sér aðeins í tánna á vinnutíma.

Mörg börn voru að fyllast vonleysi og depurð og á það var bent.

Þunglyndi fór að hrjá mörg þeirra, og við því varað.

Einveran tók á mörg börnin, og það blasti við.

En okkur var öllum alveg drullu-nákvæmlega-skítsama, því við vorum ekki að hugsa um börnin. Við vorum að hugsa um smit! Smit, smit, smit! Og þegar var búið að gúmmístimpla sullið í sprautunum: Sprauta, sprauta, sprauta! Ólétta og aldraða, og auðvitað börnin.

Líðan barna var ekki einu sinni á landakortinu. Ef unglingar komu saman var hreinlega hægt að siga lögreglunni á þá, og nágrannar vel á varðbergi, kíkjandi í gegnum rimlagardínurnar á hvað unglingarnir voru orðnir margir, og hvað seinasta minnisblað hafði um það að segja.

Líðan barna já. Hverjum er ekki sama? Þau eru jú bara óþekktarungar sem skulu læra að hlýða, en til vara að þegja. Sérstaklega ef þeim líður eitthvað illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sorglega sannur pistill.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.10.2023 kl. 16:17

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kóvitleysan sýndi okkur að fólk er vitlausara en jafnvel ég hélt að það væri.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.10.2023 kl. 17:49

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er alltaf verið að skipa okkur í lið og börn eru ekki bara e-r símastaurar sem taka ekki eftir neinu. Covid, stríð og meira stríð. Hvað kemur svo næst - fjarmálahrun á heimsvísu? Ætli verði ekki hægt að skrifa nokkrar skýrslur um það. 

Ragnhildur Kolka, 22.10.2023 kl. 22:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú örugglega Ragnhildur Kolka.

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2023 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband