Opinber rekstur í einni mynd

Sem alveg sérstakur áhugamaður um loftslagsmál og gapandi bils á milli raunveruleika og stjórnmála í þeim málaflokki þá opnaði ég enn eina fréttina um enn eina skýrsluna (sem verður gleymd og grafin á morgun) með fyrirfram ákveðnum niðurstöðum (miðað við val á skýrsluhöfundum) og rakst á þessa mynd:

loftslagsskyrsla

Fljótt á litið er þarna að sjá íbygginn ráðherra segja með titrandi röddu frá alvarlegum tíðindum fyrir fram hóp af áhyggjufullum áheyrendum.

En fljótt á litið er líka þarna að sjá hálftóman sal af fólki sem er greinilega drepleiðast og er sumt hvert að blaða kæruleysislega í gegnum pappír sem verður bráðum kominn í endurvinnslugáminn á leið til Hollands þar sem kola- og gasorkuver sjá um að endurnýta hann, mögulega í klósettpappír.

Nú er um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra Íslands (kemst þessi titill fyrir á nafnspjaldi?) greinilega mjög drífandi og duglegur maður sem kemur miklu í verk. En það er líka galli. „Duglegir” stjórnmálamenn eru fljótir að sjósetja allskonar þvælu og fylgja henni eftir þar til launamaðurinn situr eftir rafmagnslaus, bíllaus og kjötlaus. 

Blaðamenn lepja þetta upp en almenningur mætti alveg byrja að óttast. 

Mér finnst þessi mynd svo lýsandi fyrir opinberan rekstur. Þarna bóka menn alltof stóran sal, og dýran, fyrir gjörsamlega áhugalausa áhorfendur sem mæta flestir hverjir ekki en láta sig svo hafa það að skrifa einhverja stórkostlega fyrirsögn sem á að hræða fólk til að þvo umbúðir með heitu vatni og sápu svo útlendingar geti knúið sementsverksmiðju. Næsta dag hafa menn svo gleymt öllu, og skýrslunni hræðilegu sem var uppspretta umræðunnar, þar til næsta æsifrétt birtist og tollir í hausnum á okkur í tæpan sólarhring.

Hvergi í stjórnarskrá Íslands stendur að hlutverk ríkisvalds sé að reyna stjórna loftslagi Jarðar með skattheimtu og skerðingum á lífskjörum okkar. Samt virðist fátt annað komast að.

Dæmigerður opinber rekstur.

Ég legg til að menn hugi að mengunarvörnum (sem er eitthvað allt annað en skerðing á losun gróðurhúsalofttegunda) og nýti takmarkað fé frekar í eitthvað uppbyggilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allar þessar fyrrisagnir ættu að vera: "Úrkynjaður hálfviti ætlar að stjórna loftslaginu með skattheimtu."

Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2023 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband