Laugardagur, 21. október 2023
Áttavilltir útlendingar
Ég hef sjaldan lesið frétt sem færir mér jafnmikla gleði og skemmtun og þá um útlendinga að mótmæla hvalveiðum á Íslandi.
Nokkur gullkorn (tilvitnanir í útlendingana):
Hvalir eru stórkostlegar, gáfaðar verur sem leika lykilhlutverk í því að halda jafnvægi í hafinu okkar. Þeirra velferð er í eðli sínu tengd heilsu plánetunnar okkar.
En það eru fjölmargar áhyggjur uppi er tengjast lögum ykkar um velferð dýra, eins og blóðmör og sérstaklega hvalveiðar, sem ég bið ykkur um að binda enda á fyrir fullt og allt.
Tengdadóttir mín er nýkomin heim frá ykkar fallega landi, viti sínu fjær að sjá hvalkjöt á matseðli. Hún sér eftir því að hafa ekki verið svo forsjál að taka myndband á þeirru [sic] stundu af sér standa upp og yfirgefa veitingastaðinn ...
Ef þú vilt bjarga heiminum frá loftslagskrísunni, kjóstu með þessu frumvarpi, þar sem [hvalveiðar] hjálpa hvorki íslensku efnahagskerfi né Íslendingum.
Þetta er alveg stórkostlegt. Allt í einu eru hvalveiðar og hin svokallaða loftlagskrísa orðin tengd málefni. Mögulega reka hvalir mikið við - þarf þá ekki að útrýma þeim?
Hvað í ósköpunum tengir saman blóðmör og hvalveiðar? Af hverju ekki að einfaldlega mótmæla neyslu kindakjöts með öllu? Blóðmör er jú lítið annað en afgangafæði - matvara búin til úr því sem datt á gólfið þegar kjötið var skorið af kindinni. Er kannski eitthvað að þýðingunni?
Hvalir eru hluti af lífríkinu en þarf þá ekki að hafa stjórn á hvalastofninum eins og öðrum? Varla gengur að mokveiða fiska og búa til endalaust svigrúm fyrir fleiri hvali, eða hvað?
Hin viti sínu fjær tengdadóttir þarf ekki að gera annað en deila matseðli af heimasíðu 3frakka á samfélagsmiðlum ef þannig liggur á henni. Það er ekkert að fela og engin ástæða til að sjá á eftir því að hafa ekki tekið mynd af pappírseintaki.
Eini punkturinn sem ég get tekið undir er að hvetja hvalveiðimenn til að drepa dýrin eins hratt og þeir geta til að lágmarka þjáningar, en sama hvatning á við allar tegundir veiðimennsku, og mögulega við fleira að athuga í sláturhúsum ákveðinna menningarheima (varúð - ekki fyrir viðkvæma!) en íslenskra hvalveiðiskipa.
Það er freistandi að biðja þessa útlendinga um að líta sér nær, skoða eigið fæði og rekja uppruna þess inn í iðnaðarfjós fullum af beljum á allskyns lyfja- og hormónakúrum, en ég nenni því ekki.
Þess í stað les ég aftur tilvitnanir í þá og reyni að hlægja ekki upphátt þar sem ég sit á kaffihúsi.
Jason Momoa sendir Alþingi bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Athugasemdir
mikið lím hefur ljóslega verið sniffað á þessum bæ.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2023 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.