Á hverjum fór ég í taugarnar núna?

Undanfarinn sólarhring hefur mér borist á annað hundrað tölvupóstar frá ýmsum fjölbreyttum póstlistum og auglýsendum á netfang mitt sem hver sem er getur fundið, meðal annars á þessari síðu undir Um höfund.

Það er lítill vandi að framkalla svona árás á netföng, og var svolítið stuð að gera á upphafsdögum tölvupóstanna þegar nær allir póstlistar voru frá klámsíðum, en venjulega liggur ásetningur að baki og nokkur vinna. Mig grunar að ég hafi farið svo rækilega í taugarnar á einhverjum að viðkomandi lagði á sig tíma og vinnu til að reyna valda mér óþægindum.

Vissulega var mér aðeins brugðið en gjémeil (eins og flestar tölvupóstþjónustur) er sem betur fer vel útbúið af vörnum og léttur leikur loka á mikið magn ónæðis á einu bretti og núna virðist mesti mátturinn vera farinn úr sendingunum.

En hvað ætli verið hvatinn? Var það færslan um mannkynsdrepandi aðgerðir gegn hagkvæmu eldsneyti? Eða birting nokkurra mynda úr námsefni ríkisins fyrir 7-10 ára börn? Eða eitthvað þriðja?

Hvað um það. Gaman að þessu. Sjáum hvað þeir reyna næst (allt nema umræðan, auðvitað).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hef í kjölfar þessarar færslu fengið margar ábendingar um svipaðar árásir á tölvupósta fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa gagnrýnt kyn- og hinseginfræðslu á litlum börnum, svo þá vitum við það.

Geir Ágústsson, 19.10.2023 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband