Ekki lengur fyndið

Áhrifamikið fólk sem hamast í venjulegu fólki fyrir að nýta sér hagkvæma orku og á fátæku fólki sem þráir ekkert heitar hefur í mörg ár átt sviðið. Því hefur tekist að koma í veg fyrir að við höldum áfram að afla hagkvæmrar orku og að fátækt fólk geti komist í ódýra orku.

Þetta er ekki lengur fyndið, eins og einhver myndi orða það.

Raunar er þessi málflutningur beinlínis orðinn lífshættulegur.

Hvert sem litið er má sjá áhrifamikið fólk, stjórnmálamenn, Hollywood-stjörnur og ellilífeyrisþega, bölva okkur í sót og ösku fyrir að taka ekki upp trúarbrögð þeirra. Framkvæmdir í orkuöflun fá ekki leyfi eða fjármagn. Sumar sem þó eru komnar af stað eru stöðvaðar. Allskyns hindranir eru reistar. Skattar sem eiga að breyta veðurfarinu duga ekki þrýstihópunum en leiða til þess að venjulegt fólk hefur ekki efni á að kynda heimili sín og reka bílinn.

Nú ber ég ákveðna virðingu fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir það afrek hans að hafa komið í veg fyrir að Íslendingar yrðu að skuldaþrælum Evrópusambandsríkja. En þetta nýja áhugamál hans, að koma í veg fyrir notkun á hagkvæmri orku, mannkyninu til heilla, er orðið lífshættulegt tilræði við samfélag okkar og fátækt fólk sem hefur ekki aðgang að neinni orku.

Mögulega persónugerving mannfjandsamlegra trúarbragða.

Hann trúir því sjálfsagt að þótt venjulegt fólk geti ekki lengur rekið bíl að þá geti hann áfram ferðast um á fyrsta farrými í farþegaþotum, eða jafnvel í einkaþotum. Verði honum að góðu, með hið beiska bragð af kommúnistakampavíninu í munninum á meðan venjulegt fólk frýs og sveltur.

Ég er hættur að hlægja að vitleysunni. Þetta er orðin fúlasta alvara.


mbl.is „Við erum ekki að gera nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég er líka hættur að hlæja. Elítu trendið í dag er að gera Íslendinga fátæka með öllum tiltækum ráðum.

Kristinn Bjarnason, 17.10.2023 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband