Ríkisfjölmiðillinn sem mætti en sagði ekkert

Um daginn var haldin ráðstefna á Íslandi (sem má sjá í fullri lengd hérna). Alþjóðleg ráðstefna í raun þótt fáir hafi vitað af henni, þannig séð (nógu margir samt). Einn fyrirlesara skrifar eftirfarandi texta í kjölfar ráðstefnunnar:

Það voru yfir 200 manns í troðfullum ráðstefnusal og yfir 300 manns í beinni útsendingu. Nokkrir óhefðbundnir fjölmiðlar tóku upp viðræðurnar og fyrirspurnatíma sem fór fram þar til seint um kvöldið, til klukkan ellefu. Þetta var mikil aðsókn á lifandi viðburð á Íslandi um efni sem er mikið ritskoðað. Meira að segja ríkisfjölmiðllinn mætti í stutta stund (líklega til að mynda alla sem mættu til að hafa eftirlit með þeim til framtíðar). Skiptir engu. Allir þekkja alla aðra í pínulitlu landi og okkur var sagt að æðstu embættismennirnir væru nú mjög stressaðir.

**********

There were 200+ people in a packed conference room, and 300+ more on live stream. Several alternative media outlets recorded the talks and Q&A that went late into the evening, until 11pm. This was a large attendance for a live event in Iceland on a topic that is heavily censored. Even the state media showed up briefly (probably to film everyone who attended for future surveillance). No matter. Everyone knows everyone else in a tiny country, and we were told the top officials are now extremely nervous.

Ég staldraði við orðin the state media showed up briefly“. Var RÚV á svæðinu? Hversu lengi? Til hvers? Það er ekki hægt að finna stakt orð eða minnstu ummæli frá neinum miðli RÚV um þessa ráðstefnu. Mögulega fór það framhjá mér. En þar á bæ gerðu menn út fólk sem dvaldi í stutta stund á ráðstefnu.

Jæja þá, kannski mættu fréttamenn á svæðið og fundu ekkert fréttnæmt. Það kemur fyrir. En mig grunar að sú útskýring eigi ekki við. 

Mögulega ríkisframleiðsla á þöggun? Eða upplýsingaóreiðu? Hver veit!

Hvað vantar mig að skilja? Hvað segja vagnar ríkislestarinnar okkur? Hjálp óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Valur Grettisson heitir fréttamaðurinn sem hafði samband við Helga Örn Viggósson og sagðist ætla að koma og taka viðtöl við fyrirlesara (líklega Kory lækni og Kruse lögmann).

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.10.2023 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband