Foreldravandamáliđ

Viđtöl viđ menn í framvarđasveit raunhagkerfisins - ţar sem menn vinna verđmćtaskapandi vinnu á gólfinu - eru oft mjög fróđleg. Eitt slíkt, viđ framkvćmdastjóra rafverktaka, er hér. Ţađan er eftirfarandi tilvitnun:

Ţađ hefur orđiđ vakning fyrir iđnnámi og ţađ virđist minna fara fyrir ţessu umrćdda foreldravandamáli, ţ.e. ţegar flestum var beint í stúdentspróf á árum áđur.

Leit á leitarvélum skilar mér engum nothćfum niđurstöđum um ţetta meinta foreldravandamál svo ég geri ráđ fyrir ađ ţetta sé tungutak sem er notađ á kaffistofunum og ratar ekki í fréttir eđa frćđigreinar. 

En tilvist ţessa vandamáls kemur mér ekkert á óvart. Á Íslandi, međal annarra ríkja, er mikill ţrýstingur á ađ fjölga háskólanemum. Ţetta hefur tekist alveg rosalega vel á Íslandi. Niđurstađan er skortur á iđnmenntuđu fólki og offrambođ af ţví sem ég hef heyrt suma kalla vandamálafrćđinga“, fólk sem ţarf ađ finna upp vandamál til ađ hafa eitthvađ ađ gera. Kynjafrćđingar eru hérna mögulega augljósasta og best ţekkta dćmiđ.

Nú er ég sjálfur međ stúdentspróf og háskólamenntun og hef ekkert samviskubit yfir ţví. Atvinnuástandiđ fyrir fólk međ mína menntun er yfirleitt ágćtt, enda eftirspurn til stađar og launin ţokkaleg. En sjálfstćtt starfandi iđnađarmenn eru međ margar mismunandi leiđir til ađ stinga mig af í tekjuöflun og og ađlögun ađ síbreytilegum ađstćđum. Ég ţekki einn hérna í Danmörku sem var farinn ađ ţéna svo vel sem múrari ađ hann ákvađ ađ kaupa veitingastađ til ađ sinna á međan sveinar hans sjá um ađ blanda sementiđ. Ég ţekki annan sem hefur ekki borgađ skatt svo árum skiptir, og ţiggur ekki annađ en reiđufé fyrir ţjónustu sína, og hefur ţađ alveg ţokkalegt. Hann mćtir jafnvel í skítugum vinnufötum á skrifstofu sveitarfélagsins til ađ sćkja atvinnuleysisbćturnar.

Nú er ég ekki, í ţetta skipti, ađ hvetja til lögbrota en bara benda á ađ iđnađarmenn hafa möguleika sem fólk á bak viđ skrifborđ hefur ekki. Kannski fylgir ţví meiri óvissa en ađ vera opinber starfsmađur sem leysir vandamál sem hann fann sjálfur upp, og ţiggur fyrir ţađ hófleg laun á samkvćmt kjarasamningi, en tvímćlalaust meira ađlađandi fyrir ţann sem vill skera stćrri sér sneiđ út úr heiminum í formi tíma eđa peninga eđa sjálfstćđis eđa allt ţrennt.

Foreldravandamáliđ eru mögulega bara óformlega hugtak sem er notađ á kaffistofum raunhagkerfisins, en ég mćli međ ţví ađ taka ţađ alvarlegar en allar heimsins skýrslur opinberra nefnda. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband