Þarf maður að stofna TikTok-reikning núna?

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur fengið áminningu frá Evrópusambandinu fyrir dreifingu efnis sem talið er bæði ólöglegt og misvísandi. Þetta fær mig til að hugleiða að stofna TikTok-reikning. Á TikTok er greinilega að finna gagnrýna hugsun og á meðan hún er mögulega villuráfandi þá kann ég að meta slíkt.

Evrópusambandið stóð sjálft í gríðarlega mikilli framleiðslu upplýsingaóreiðu sem í krafti stærðar sinnar, fjármagns og sorglega miklum trúverðugleika leiddi til mikils skaða. Einn og einn framleiðandi efnis á TikTok gæti aldrei haft slík áhrif. Raunar voru það þessir fáu hugsandi einstaklingar sem björguðu mörgum frá upplýsingaóreiðu yfirvalda af ýmsu tagi.

Ef Evrópusambandið bannar starfsemi TikTok þá hverfur sem betur fer ekki flæði óvinsælla skoðana. Sambandið lifir kannski enn á tímum þegar það var bæði dýrt og erfitt að miðla efni,svo sem í gegnum sjónvarpið. Miðlar eins og Substack og Rumble hafa varist harkalega tilraunum til að innleiða ritskoðun á notendum þeirra. Morgunblaðið hefur ekki atast í mér eða öðrum á veirutímum og nú á tímum fjölmargra strengjabrúðustríða (proxy wars).

En leyfum skriffinnunum að fyllast tilfinningu mikilvægis og áhrifa. Þeir gleyma þá kannski að atast í okkur þar sem er raunverulega erfitt að finna undankomuleiðir.


mbl.is TikTok áminnt fyrir upplýsingaóreiðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband