Vandamál sem koma upp og vandamál sem menn búa til

Vandamál má í grófum dráttum flokka í tvo hópa:

  • Ţau sem menn búa til sjálfir, t.d. međ ţví ađ gera eitthvađ (eđa sleppa ţví) sem hefur fyrirsjáanlegar afleiđingar
  • Ţau sem koma upp af ástćđum sem erfitt er ađ ráđa viđ (t.d. loftsteinn úr himnum)

Sum vandamál falla í báđa hópa. Sem dćmi má nefna verđbólguna. Bćđi stafar hún af peningaprentun eigin seđlabanka, auk óhóflegra hćkkana í rekstrarkostnađi fyrirtćki vegna kjarasamninga, og hćkkkun í verđi á ađkeyptum ađföngum, svo sem olíu og fatnađi.

Orkuskorturinn, sem nú ţegar hrjáir Ísland, er vandamál sem Íslendingar bjuggu til sjálfir, alveg án utanađkomandi áhrifa. Vandrćđi viđ ađ koma orku frá framleiđslustađ til notenda eru líka heimatilbúin, en fyrir ţeim má hafa ađeins meiri samúđ (framleiđslustađir eru tiltölulega fáir en notendur dreifđir).

En af hverju framleiđa menn heimatilbúin vandrćđi?

Mögulega má rekja ţađ til ţess ađ viđ höfum tilhneigingu til ađ einblína á ţađ sem viđ getum séđ međ berum augum og hugsum ekki um ţađ sem viđ sjáum ekki. Viđ sjáum ađ nýr íţróttaleikvangur er í smíđum en ekki ađ í stađinn sitji skattgreiđendur eftir međ skert sjálfsaflafé sem ţeir geta ţá vitaskuld ekki eytt í skó, nýtt grill eđa klippingu. Íţróttaleikvangurinn er augljós en töpuđ viđskipti í hagkerfinu ekki. 

Franski hagfrćđingurinn Frédéric Bastiat (1801-1850) gerđi ţetta vandamál ađ efniviđ í dćmisögu um brotinn glugga. Eigandi gluggans neyddist til ađ skipta um glugga sem einhver hafđi brotiđ og ţví fagnađ sem eins konar ávinningi fyrir samfélagiđ. Gluggasmiđurinn fékk jú verkefni! En í stađinn gat eigandi hins brotna glugga ekki keypt sér bók eđa brók. Fólk sá hinn nýja glugga en ekki allt hitt sem aldrei varđ.

Gćti ţetta útskýrt áráttu okkar til ađ framleiđa vandamál?

Mögulega ađ sumu leyti, en mögulega ekki, ţví stundum er hiđ séđa of sýnilegt. Menn sjá virkjun, hryggjast og sjá tapađa eyđimörk eđa ađ nokkrar gćsir ţurftu ađ fćra hreiđurstćđi sín. Menn taka af ţessum ósköpum myndir međ farsímum sem virkjunin framleiddi rafmagniđ fyrir. Ţeir keyra ađ lóninu á veg sem virkjunin greiddi fyrir. Ţeir bölva gróđrinum sem hin hćkkađa grunnvatnsstađa vökvar. Ţeir hryggjast um leiđ og ţeir njóta.

Framleiđsla vandamála er ekkert nýtt fyrirbćri. Heimsveldi hafa í gegnum ţúsundir ára falliđ í kjölfar verđbólgu og stríđsátaka. Viđ höldum áfram ađ drekka og éta okkur til dauđa. Viđ höldum áfram ađ velja stjórnmálamenn sem taka peningana okkar og reisa fyrir ţá hallir og skrifrćđisbákn eđa setja í ríkisrekstur sem breytist í botnlausa hít.

En ţeim samfélögum vegnar best sem leysa vandamál frekar en búa ţau til. Slík samfélög eru til og ţađ er aldrei of seint ađ breyta úr ţví ađ framleiđa vandamál í ađ leysa ţau.

Kannski ekki međ ţá ţingmenn sem sitja í dag, en lýđrćđiđ gefur okkur óendanlega mörg tćkifćri til ađ snúa viđ blađinu. Dagleg, frjáls viđskipti líka, en ţau eru miklu skilvirkari í ađ hreinsa út ţađ sem virkar ekki, og ekki til umrćđu hér.

Vonum ţađ besta nćst, aftur.


mbl.is Höfum miklar áhyggjur af samfélaginu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband