Ísrael og æsifréttir

Núna eiga sér stað alveg hreint hræðilegir atburðir í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Fjöldamorðum á saklausu fólki er mætt með sprengjuárásum á heimili saklauss fólks. Blóðið hreinlega flæðir.

Það er tilefni til að fyllast geðshræringu og skipa sér í lið. Er ég með eða á móti aðgerðum Ísraela? Eða er kúgað svæði einfaldlega að reyna spyrna við fótum og velur örvæntingarfull úrræði? Er mögulega allt rangt? Eða sumt rétt?

Sem leið til að átta sig á þessu, án þess að taka endilega afstöðu, mæli ég með vefsíðu:

www.antiwar.com

Þar eru greinar og greiningar sem segja ekki hvað þú átt að hugsa en dæla í þig efni sem hjálpar þér að mynda afstöðu. Þar á bæ eru menn einfaldlega á móti stríði. Það þýðir að þar reyna menn að velta við öllum steinum til að mynda einhvers konar heildarmynd og koma auga á þá sem skjóta fyrst, ef svo má segja. Slíka heildarmynd er ekki hægt að mynda til fulls í átökum sem eru að eiga sér stað, en púslin birtast hvert af öðru og að lokum er hægt að setja saman púsluspilið.

Við höfum oft látið blekkja okkur. Í sögulegu samhengi er árás Pearl Harbor gott dæmi, og nýrra dæmi fæst í innrás Bandaríkjanna, auk strengjabrúða, inn í Írak á sínum tíma. Enn nýlegra dæmi er árás Bandaríkjanna, auk strengjabrúða, á Líbýu. Kannski er sviðsmyndin í Ísrael einfaldari: Þú myrðir ekki og gerir að gíslum hundruð ungmenna án afleiðinga. En svo má ræða viðbrögðin, undanfarana, langtímahorfurnar og hið óséða: Hlutverk utanaðkomandi aðila (Íran, Rússlands, Bandaríkjanna) sem eru mögulega að fórna heilu þjóðunum í einhverri skák í samkeppni um völd og áhrif.

Það ber að fordæma dráp á hverjum einasta saklausa borgara. En þeim er att í foraðið af yfirherrum, og þeir eru mögulega allir vondu kallarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skoðum aðeins nokkrar áhugaverðar staðreyndir:

Kaninn er að fjármagna báða aðila í þessu.  Beint (Ísrael) og óbeint (Hamas.)  Allt vel skrásett og rekjanlegt.

Hvaða fíflagangur er það?

Hér er einhver áróður ætlaður til þess að peppa ísraela upp í eitthvað: https://www.thegatewaypundit.com/2023/10/no-words-hamas-savages-cutting-heads-babies-gunning/

Við vitum alveg hvað.  Við munum sjá það betur í nánustu framtíð.

Við getum gert ráð fyrir að Hamas sé að smygla fullt af liði yfir landamærin til USA, núna og undanfarin 2-3 ár.

Sem leiðir hugann að þessu: https://www.ammoland.com/2023/10/atf-warns-texas-ffls-about-dangerous-cartel-activities-next-60-days/

Hvað?

Það á kannski að leyfa einhverjum mjög áhugaverðu að gerast.  Það verður kaós, og það gerist fljótlega.  Og viðbrögðin verða foráttu-heimskuleg.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.10.2023 kl. 21:52

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þó svo íslendingar hafi í gegnum tíðina höggvið mann og annan þá eigum við (sem betur fer) erfitt með að skilja þetta (trúar) hatur sem drífur fólk áfram

Við ákváðum jú bara að skipta um trú fyrir 1000 árum án blóðsúthellinga

Að vísu hefur forsætisráherra vor áhyggjur af ræðum haturs orða og vill sporna við, en það hatur virkar agnarsmátt miðað við það sem grasserar annars staðar

Grímur Kjartansson, 11.10.2023 kl. 08:55

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Er ekki bara best að flytja til Sviss? Þaðan berast engar fréttir sem þýðir að menn hafi stjórn á aðstæðum.

Geir Ágústsson, 11.10.2023 kl. 17:01

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er gott að Grímur skuli taka dæmi um kristnitökuna. Sagan um hana sýnir það sem kemur fram í könnunum að heiðingjar eru ekki eins ofstopafullir og eingyðistrúarfólkið. 

Þetta með Kötu og hatrið hennar á karlkyninu og mannkyninu almennt er sama vandamál, að hún er orðin geimvera eins og þær konur og karlar eða börn sem gangast inná þessa hugmyndafræði, andsetið mannkyn.

Að losna undan áhrifum Jahve leysir öll þessi vandamál, en það er hægara sagt en gert. Hann er Loki Laufeyjarson, og trixter, eins og sagt er á ensku, eða klókur, undirförull.

Ingólfur Sigurðsson, 11.10.2023 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband