Er Bjarni Ben. ađ spila skák?

Ég er enginn sérstakur ađdáandi Bjarna Benediktssonar, fráfarandi fjármálaráđherra. Hann hefur miklu frekar veriđ ill nauđsyn en drífandi stjórnmálaforingi. Honum tekst ađ halda hlutum límdum saman - Sjálfstćđisflokknum (ţađ sem er eftir af honum), ríkisstjórninni - en mögulega má ţakka honum fyrir ađ ríkissjóđur stendur miklu, miklu betur en flestir sjóđir sveitarfélaga á Íslandi. Hann er duglegur og diplómatískur, en varla meiri hćgrimađur en forsćtisráđherra Danmerkur (sósíaldemókrati). 

En mögulega er hann ađ reynast vera klókasti stjórnmálamađur Íslands í dag og ađ spila skák ţar sem öll peđin fćra sig sjálf í rétta reiti.

Hann segir af sér en lýsir ţví um leiđ yfir ađ hann sé ósammála áliti Umbođsmanns Alţingis. Hann fćr afsögn sína til ađ hljóma eins og kurteisilegan greiđa, og stígur skrefiđ áđur en nokkur manneskja nćr ađ reyna ýta honum út.

Eins og bent hefur veriđ á fer núna ađ hitna undir matvćlaráđherra sem situr ţrátt fyrir ađ hafa brotiđ lög. 

Formađur Flokks fólksins hrósar Bjarna fyrir ađ stíga til hliđar, og orđar á sinn einstaklega skemmtilega hátt:

Ţetta eru al­gjör tíma­mót í ís­lenskri stjórn­mála­sögu. Hingađ til höf­um viđ ţurft ađ hrinda ţeim fyr­ir björg ţess­um blessuđu ráđherr­um ef viđ ćtl­um ađ losna viđ ţá, eđa ţvinga ţá á ein­hvern hátt.

Ekki styrktist ríkisstjórnin viđ ţetta. Bjarni var eina brúin á milli kommúnistanna og kratanna. Hann er ekki hćttur á ţingi en kominn neđar í goggunarröđina. 

Kannski sér hann fyrir sér nokkrar mögulegar útkomur.

Ađ ríkisstjórnin springi og ađ blásiđ sé til kosninga. Bjarni er ennţá formađur og nú međ ásynd hins ábyrga sem axlar ábyrgđ, ţó ekki vćri nema til ađ tryggja starfsfriđ ţingsins fyrir hrópum og rangfćrslum dindla

Ađ ríkisstjórnin springi og ađ ţađ megi í hvelli líma saman nýja ríkisstjórn međ Miđflokki, Framsókn og Flokki fólksins.

Ađ ríkisstjórnin tóri en ţannig ađ ţađ blasi viđ ađ versnandi tíđ fram ađ kosningum komi Sjálfstćđisflokknum ekkert viđ. Vinstri-grćnir fái skellinn, jafnvel ţótt Sjálfstćđismenn fá einhvern úr eigin röđum til ađ taka viđ fjármálaráđuneytinu.

Eđa eitthvađ annađ. Eitthvađ er ţađ, sama hvađ.

Vonandi rankar Bjarni ţá ađeins viđ sér og rifjar upp stefnu, ályktanir og hugmyndafrćđi flokks síns og ţorir ađ tala út frá ţeim pappír, sem í dag hangir á rúllu á klósettinu í Stjórnarráđinu.

Ísland er ađ sligast undan regluverki Evrópusambandsins sem hefur veriđ túlkađ á versta mögulega hátt í íslenskri löggjöf. Skattar eru í hćstu hćđum. Verđbólgan virđist vera ţrálát. Ţađ vantar húsnćđi. Innflytjendur eru einfaldlega orđnir of margir . Listinn er endalaus. Ţađ ţarf ađ finna stóra sópinn og byrja ađ sópa. 

Kannski er Bjarni rétti mađurinn í ţađ núna ţegar hann ţarf ekki ađ eyđa öllu sínu púđri í ađ líma saman hluti sem eru ađ detta í sundur í sífellu.

En kannski ekki. Viđ sjáum hvađ setur.


mbl.is „Ţađ má ekki selja pabba sínum banka“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ţađ er sennilega góđ hugmynd hjá honum ađ forđa sér áđur en honum verđur kennt um allt.

Setur samt gott fordćmi.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.10.2023 kl. 21:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband