Sunnudagur, 8. október 2023
Öll ţessi tilgangslausu hagsmunasamtök
Ég rakst á áhugaverđan pistil frá hinu danska félagi bifreiđaeigenda ţar sem bent er á hvernig mörg dönsk sveitarfélög eru ađ reyna brúa hallarekstur sinn međ ţví ađ snarhćkka bílastćđagjöld og auka viđ gjaldskyldu. Slíkt er ólöglegt samkvćmt dönskum lögum og sveitarfélög međ svona áform gerđ afturreka.
Ţetta kalla ég raunverulega hagsmunagćslu fyrir hönd félagsmanna!
Nú er mikiđ kvartađ undan endalausum ágangi Reykjavíkur í vasa bifreiđaeigenda. Gjaldsvćđi eru stćkkuđ, tímabil gjaldskyldu lengd og gjöldin hćkkuđ. Eru engin lög á Íslandi sem taka fyrir hendurnar á sveitarfélögum ţegar ţau beita sér svona? Ţegar ţau rukka ţjónustugjöld án ţess ađ veita ţjónustu? Ţegar ţau segjast vera ađ bćta bílastćđanýtingu en eru í raun bara ađ reyna fjármagna óráđsíu?
Sennilega ekki. Ţví ţá vćru auđvitađ íslensk hagsmunasamtök bifreiđaeigenda, neytenda, heimila og miđbćjarbúa búin ađ spyrna viđ fótum, ekki satt?
Eđa hvađ?
Ég renndi hratt yfir heimasíđur tveggja hagsmunasamtaka: Neytendasamtakanna og Hagsmunasamtaka heimilanna. Ţar er sumt nothćft en flest ekki. Hvergi rekst ég á gagnrýni á skattheimtu á neytendur og heimilisfólk sem stóran útgjaldaliđ sem yfirvöld gćtu alveg lćkkađ. Hvergi er talađ um bankaskatta sem byrđi á lántakendum. Hvergi eru yfirvöld gagnrýnd fyrir ađ framleiđa verđbólgu, en ţeim mun meira ţegar ţau reyna ađ ná henni niđur. Mikiđ er atast í fyrirtćkjum í bullandi samkeppnisumhverfi. Ţađ er djúpt á samanburđi á verđum og ţjónustu. Ţegar ţau halda málţing ţá er passađ vel upp á ađ ekkert mótvćgi skapist viđ áróđur ţeirra.
Og vitaskuld ná ţessi samtök engum árangri í raun, ađ ţví er mér sýnist.
Persónulega finnst mér ađ svona samtök eigi ađ reyna verjast atlögunni ađ neytendum og heimilum međ ţví ađ ráđast á rćturnar: Rćđa skattana, íţyngjandi regluverkiđ og samkeppnishindranir hins opinbera.
Skođa orsakir, ekki afleiđingar.
Grafa upp rćturnar, en ekki bara klippa laufblöđin.
Vćru ţađ ekki fín hagsmunasamtök?
Leiđrétting: Hagsmunasamtök heimilanna hafa svo sannarlega stađiđ vaktina sé ég eftir ábendingu og nánari eftirgrennslan. Ég dreg til baka allar fullyrđingar um ađ svo sé ekki. Vonandi skilja forsvarsmenn hins vegar ţann punkt ađ ţađ blasi ekki endilega viđ eftir stutta heimasókn á heimasíđu samtakanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2023 kl. 19:22 | Facebook
Athugasemdir
Ţađ er engin samrćđa á landinu okkar um ranglög og rányrkjuskatta; eđa rekjanleg stjórnlagabrot hvađ ţađ varđar. Sem er sorglegt, ţví ef Elítan kemst upp međ ađ tala endalaust til okkar og aldrei viđ okkur, ţá er ţađ ţví viđ rćđum ekki saman.
Guđjón E. Hreinberg, 8.10.2023 kl. 14:58
Ţessi "hagsmunasamtök" okkar eru bara ţađ sem er kallađ "controlled opposition" ţarna úti.
Gervi.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2023 kl. 16:59
Sćll Geir.
Ég má til međ ađ leiđrétta ţig ađeins.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa gagnrýnt framleiđslu stjórnvalda (og banka) á verđbólgu af mikilli hörku. Viđ vorum búin ađ reyna ađ hrópa ađvörđunarorđin til stjórnvalda í ţrjú ár áđur en verđbólgan fór yfir markmiđ, en ţví miđur hlustuđu ţau ekki og leyfđu ţessu ađ gerast.
Samtökin hafa líka gagnrýnt bankana harđlega fyrir ađ skila lćkkun bankaskattsins ekki til neytenda međ bćttum viđskiptakjörum.
Svo er spurning hvađ er hćgt ađ ćtlast til mikils af sjálfbođaliđasamtökum sem búa ekki yfir miklu fjármagni? Ţađ er ekki auđvelt ađ halda slíkri starfsemi úti og ţegar fjárráđ og mannskapur eru takmörkuđ auđlind er nauđsynlegt ađ forgangsrađa verkum. Ţví miđur er ekki hćgt ađ gera allt sem mađur myndi kannski vilja, en ađ ţví sögđu er öllum sem vilja leggja baráttunni liđ međ einhverjum hćtti tekiđ fagnandi.
Ásgrímur.
Ţađ er ekkert "gervi" viđ Hagsmunasamtök heimilanna. Ţau fáu sem bera starfsemi ţeirra uppi af mikilli óeigingirni eru bara venjulegt fólk eins og ég og ţú sem berst fyrir góđum málstađ í ţágu almennings. Viđ erum svo sannarlega "opposition", en ekki "controlled" í neinum annarlegum skilningi eins og ţú virđist vera ađ vísa til. Stjórn samtakanna er einfaldlega í höndum lýđrćđislega kjörinna fulltrúa félagsmanna og ađild ađ samtökunum er öllum frjáls sem vilja taka ţátt.
Guđmundur Ásgeirsson, 9.10.2023 kl. 18:05
Sćll Guđmundur,
Ég bćtti viđ leiđréttingu viđ fćrsluna eftir ţína athugasemd og biđst afsökunar á ósanngjarnri umfjöllun.
Ég sé enga ástćđu fyrir sömu leiđréttingu í formi Neytendasamtakanna.
Geir Ágústsson, 9.10.2023 kl. 19:23
Ţakka ţér fyrir Geir.
Ţađ er svosem alveg rétt ađ Hagsmunasamtök heimilanna hafa ekki veriđ mikiđ ađ fjalla um skattamál almennt, ţví fókusinn er ekki beinlínis ţar heldur á húsnćđismál og neytendavernd í tengslum viđ fjárhagslegar skuldbindingar vegna húsnćđis (svo sem lánasamninga og leigusamninga). Helsta tengingin á ţví viđ skattamál eru gjöld sem eru lögđ á húsnćđi og húsnćđiskaup. Ţađ eru fyrst og fremst fasteignaskattar og stimpilgjöld og í báđum tilvikum hafa samtökin tekiđ skýra afstöđu. Viđ höfum alltaf veriđ á móti stimpilgjöldum á íbúđarhúsnćđi til eigin nota, ţví húsaskjól er mannréttindi og ţau á ekki ađ skattleggja. Viđ höfum líka veriđ á móti beintengingu fasteignaskatta viđ húsnćđisverđ ţví sá gjaldstofn hefur hćkkađ langt umfram almennt verđlag, launaţróun og slíka mćlikvarđa. Ţá má nefna vaxtabćtur sem eru hluti af skattkerfinu en viđ berjumst fyrir ţví ađ húsnćđislánakjör séu viđráđanleg fyrir alla svo ađ niđurgreiđslur á vöxtum verđi óţarfar.
Guđmundur Ásgeirsson, 9.10.2023 kl. 20:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.