Miðvikudagur, 4. október 2023
Hetja veirutímanna
Á veirutímum voru ekki margir sem stóðu í lappirnar. Flestir trúðu því sem fjölmiðlar báru á borð. Embættismenn í dulargervi vísindamenna réðu ferðinni. Alþingi var þögult. Þeir sem höfðu áhyggjur af námi unga fólksins og geðheilsu gamla fólksins fengu litla sem enga áheyrn. Blaðamenn urðu að blaðamannafulltrúum.
Gegn allri þessari geðveiki börðust vitaskuld margir, og þá sérstaklega eftir að sprauturnar byrjuðu að skaða og lama og jafnvel drepa, en ég vil sérstaklega benda hér á og hrósa Jóhannesi Loftssyni. Hann barðist á hæl og hnakka, skrifaði ógrynni pistla í fjölmiðla, skipulagði útifundi og fékk meira að segja að koma í eitt og eitt viðtal, en mætti vissulega mótlæti þar líka.
Jóhannes er ekki hættur og skrifar nú hverja greinina á fætur annarri í Morgunblaðið sem birtast svo í kjölfarið á Krossgötum.
Í þessum greinum fer hann yfir veirutímana frá mörgum hliðum og tel ég víst að þessar greinar verði sagnfræðingum framtíðarinnar alveg ómissandi veganesti (sagnfræðingar dagsins í dag eru áhugalausir, enda meðsekir og ónothæfir með öllu).
Í dag birtist nýjasti pistillinn í Morgunblaðinu og ég stenst ekki að birta alveg hreint frábæran hluta úr honum:
Það virðast meiri kröfur gerðar til rekjanleika klettasalatsins í Hagkaup en covid-bóluefnana. En lyf án rekjanleika eru markleysa því þá veit enginn hvað er í þeim. Með að neita að birta tengsl framleiðslulota og aukaverkana eru heilbrigðisyfirvöld búin að taka sér stöðu við hlið framleiðenda gegn almenningi.
Hér er svo mikið sagt í svo fáum orðum, og gagnrýnin er beitt eins og austfirskur flökunarhnífur.
Ég var svo heppinn að hafa verið tengdur Jóhannesi á samfélagsmiðlum þegar veirutímar hófust og fylgdist vel með gagnrýni hans sem hófst nánast um leið og var búið að lýsa yfir heimsfaraldri. Hann fylgdist vel með gögnum frá Ísrael þegar menn þar á bæ byrjuðu að sprauta á færiböndum og kom strax auga á algjört gagnsleysi slíkra sprauta, svo dæmi sé tekið. Hann tók í sundur falsfréttir þríeykisins í rauntíma. Hann var klettur í ólgusjó upplýsingaóreiðu yfirvalda.
Jóhannes Loftsson er í mínum augum stærsta íslenska hetja veirutímanna og ég mæli með því að menn byrji að fylgjast með skrifum hans núna ef slíkt hefur verið vanrækt hingað til. Í Bandaríkjunum er nú þegar búið að trappa upp í nýja veirutíma og ef ríki Evrópu voga sér eitthvað slíkt þá er gott að vita hvar er hægt að fá rétta greiningu og afhjúpun lyganna.
Með austfirskan flökunarhníf í hendi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Athugasemdir
Jóhannes er sannkölluð hetja.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2023 kl. 23:49
Hann ætti skilið falkorðu en ekki eins og hinir fyrir fálkaskap.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.10.2023 kl. 15:02
Sigurður,
Fálkaorðan er orðin að tvennu:
En nú þekki ég Jóhannes aðeins og hann er of hógvær til að vera bíða eftir einhverjum verðlaunum.
Geir Ágústsson, 5.10.2023 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.