Færibandið

Nú er búið að opna á fleiri ókeypis og æðislegar sprautur á Íslandi. Margir hópar eru boðaðir, eins og segir í frétt Vísis:

Þeir áhættuhópar sem verða í forgangi eru: allir einstaklingar sextíu ára og eldri, börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma, barnshafandi konur, og heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Tilkynning landlæknis og ítarefni bætir litlu við. Allir einstaklingar tiltekinna hópa eru boðaðir í ókeypis sprautu. Bókið tíma!

Berum þessar tilkynningar íslenskra yfirvalda saman við þau dönsku (skáletrun upprunaleg):vaxdk

Við erum að fara inn í haust- og vetrartímabil þar sem við gerum ráð fyrir að sýking af inflúensu og covid-19 muni aukast.

Hver sem er getur smitast af inflúensu og covid-19 og langflestir veikjast ekki alvarlega. En hjá sumum getur inflúensa og covid-19 valdið alvarlegu veikindaferli og leitt til innlagnar á sjúkrahús og í versta falli verið lífshættulegt.

Bólusetning gegn inflúensu og covid-19 dregur úr hættu á alvarlegum veikindum. Við mælum því með bólusetningu fyrir þá sem eru í hættu á að fá alvarlega inflúensu og covid-19.

Mundu að fylgja ráðleggingum okkar um sýkingavarnir og þú hjálpar til við að stöðva smit af bæði inflúensu og covid-19.

Athugið. Eins og er er ekki hægt að panta tíma í inflúensubólusetningu fyrir börn yngri en 18 ára sem eru í aukinni hættu á að fá alvarlega flensu. Við erum að vinna að lausn.

Covid-19 bólusetning barna yngri en 18 ára fer fram eftir læknisfræðilegt mat sérfræðings í barnalækningum.

(Ítarlegri tilkynning fyrir fullorðna hér.)

Seinasta setningin sló mig aðeins. Hér er reistur hár þröskuldur gegn því að börn undir 18 ára aldri geti látið sprauta sig gegn kóvít. Engin færibandavinna hér. 

Danir sprauta vissulega alltof mikið en í fjölmiðlum eru engar fréttir um hinar nýju sprautur, enginn ræðir þær og ég fæ það á tilfinninguna að hér sé bara verið að þjóna örlitlum minnihluta sem bankar reglulega á dyr yfirvalda og vill fá skammtinn sinn. Þessi hópur þarf ekki að bíða eftir fréttum fjölmiðla. Hann fylgist með vefsíðum yfirvalda.

Íslenskir blaðamenn sjá ennþá eitthvað fréttnæmt í því að fíklar fái nýja skammtinn sinn frá fíkniefnasala sínum (landlækni). Gott og vel, Ísland er lítið og fámennt land og margt talið fréttnæmt sem er það ekki. En vonandi mæta sem fæstir í stuttermabol og þiggja enn eina árás á ónæmiskerfi sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú getur skoðað þetta á vef hagstofunnar ef þú vilt:

Síðustu 3 sprautur virðast hafa drepið 1/300 sem fengu sér (Meira en 50X fleiri en dóu úr/með Kóvid.).  Það er mjög næmt fyrir aldri, þú þarft að vera ungur og hraustur til þess að þola þetta sull.

Ef við vitum hve margir þyggja næstu sprautu, getum við út frá því reiknað hve margir geispa golunni á næstu 6 mánupum.

1 af hverjum 300.

Vísindi sko.

Ég fékk alltaf öll ín gögn frá kóvid púntur is og hagstofunni, öllum til endalauss ama.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.10.2023 kl. 18:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ekki svona neikvæður! Það þarf að stytta biðlistana á hjúkrunarheimilin, sjáðu til.

Geir Ágústsson, 3.10.2023 kl. 19:00

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef þú vilt vera virkilega jákvæður: þessi hegðun mun hækka meðalgeindina í landinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.10.2023 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband