Seinasta sólarglætan

Ég verð að viðurkenna að ég var búinn að bíða lengi eftir því að einhver teldi virkjun sólarorku vera fýsilega og hagkvæma og raunhæfa leið til orkuöflunar á Íslandi.

En ég viðurkenni um leið að ég sá ekki fyrir að slík hugmynd kæmi úr munni

... sveitarstjórnarfulltrúa!

... Sjálfstæðisflokksins!

... sem vill niðurgreiðslur!

En gott og vel. Byrjum á tæknilegu og efnahagslegu hliðinni. Það er rétt að sólarsellur eru að lækka í verði, batna í nýtni og styrkjast, svo þær endist lengur.

En hugmyndin er engu að síður glötuð. Ef hún væri góð þá væri einhver búinn að henda upp nokkrum sólarsellum, tengja við rafhlöðu og losna við stóran hluta af rafmagnsreikningnum. Og auðvitað segja öllum frá því og skapa eftirspurn.

Í Danmörku, þar sem ég bý, er töluvert meiri sól en á Íslandi. Sumarið er lengra og bjartara, að jafnaði. Engu að síður er stofnkostnaður fyrir sólarsellur töluverður og mörg ár þarf til að sjá fjárhagslegan ávinning í að setja slíkar á þak sitt. Afborganir lána á slíkum framkvæmdum þurfa að teygjast yfir fjölda ára til að lokka fólk í viðskipti.

En gott og vel. Peningar eru ekki allt, er það? Grípum niður í lokaverkefni í íslenskum háskóla (frá 2019):

Framleidd raforka frá kerfinu frá september 2018 til ágúst 2019 var 12.092 kWh. Sköluð árleg orka frá kerfinu var 689 kWh og endurgreiðslutíminn 24 ár. ... Miðað við uppsetningu á sólarsellum hjá IKEA eru sólarsellur möguleiki til þess að bæta í flóru aðferða til raforkuframleiðslu hér á landi ef horft er á skalaða árlega framleiðslu en uppsetningarkostnaður þarf að vera lægri svo verkefnið borgi sig hraðar tilbaka.

Já, það er með þetta eins og Borgarlínuna, lest frá Keflavík og annað gott: Ef framkvæmdin birtist einfaldlega, án uppsetningarkostnaðar, þá getur allt mögulega borgað sig! 

Eða það sem hagfræðingar kalla slæma fjárfestingu, og hafa þeir þá sagt margt vitlausara.

Ég vil að lokum þakka borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins fyrir þjónustu þeirra á þessu kjörtímabili. Hún hefur falið í sér þátttöku í skemmtiferð til Bandaríkjanna á kostnað borgarbúa, setu í gagnslausum íbúaráðum og tillögum að hagræðingu í rekstri borgarinnar þar sem allir fá engu að síður allt.

Gangi ykkur betur næst.


mbl.is Gæti annað allri orkuþörf heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband