Hver er vinur þinn?

Armenía og Aser­baíd­sj­an hafa í áratugi deilt um yfirráð yfir fjallahéraðinu Nagornó-Kara­bakÍ fyrra kom til einhverra átaka á landamærum svæðisins en Rússar stigu inn og stilltu hratt til friðar. Þeir hafa stundað friðargæslu á svæðinu lengi og stutt málstað Armena.

Þar til núna.

Í sumar lýsti forsætisráðherra Armeníu yfir að Armenar væru engir bandamenn Rússa í átökunum í Úkraínu. Talsmaður Moskvu brást vitaskuld við þeirri yfirlýsingu:

Aðspurður um ummæli Pashinyan [forsætisráðherra Armeníu] á föstudaginn sagði talsmaður Kremlin, Dmitry Peskov, varfærnislega að Moskva hefði tekið eftir því sem hann kallaði „mikilvæga yfirlýsingu“.

**********

Asked about Pashinyan´s remarks on Friday, Kremlin spokesman Dmitry Peskov responded with caution, saying Moscow had taken note of what he called "an important statement".

Það sem gerðist sennilega í kjölfarið var að Moskva hefur sagt við Armeníu: Ekki bandamenn okkar? Jæja þá. Gangi ykkur vel með Aser­baíd­sj­an og nýju vini ykkar í Evrópu!

Og í Aser­baíd­sj­an tóku menn eftir þessu og létu til skarar skríða. 

Sameinuðu þjóðirnar, NATO, Evrópusambandið og Bandaríkjamenn gera ekkert. Þetta eru jú bara staðbundin átök tveggja ríkja sem hafa lengi deilt um yfirráð yfir svæði þar sem býr blanda af tveimur þjóðarbrotum, ekki satt? 

Núna eiga sér stað töluverðir þjóðflutningar enda trúir því enginn að kristinn minnihluti fái að vera í friði inni í múslímaríki. Skiljanlega. 

Mögulega lýkur svo málinu við það. 

Það er ekki eins og Vesturlönd hafi undanfarin ár verið alltof áköf í að leyfa svæðum að lýsa yfir sjálfstæði til að losna undan yfirráðum fólks sem hatar þau.

Þau gældu aðeins við slíkt þegar þau komu að friðarsamningum um austustu héröð Úkraínu, sem eru núna undir stjórn Rússa, og fólu meðal annars í sér ákveðna sjálfsstjórn svæðisins. Þau hafa svolitlar áhyggjur af Kósóvó við landamæri Serbíu. Taívan virðist líka njóta stuðnings í viðleitni eyjunnar til að forðast yfirráð Peking. En mögulega verða öll þessi svæði gleypt af stærri ríkjum og ekkert við því að segja, því miður.

Það fer kannski eftir því hvaða not vestræn ríki hafa af ákveðnum svæðum í dag hvort þau hafi áhuga á að leyfa þeim að skipta um yfirvöld eða ráða sér sjálf. Er það ekki öll hin vestræna nálgun á heimsmálin? Inntakið í öllu okkar blaðri um frelsi og lýðræði og virðingu fyrir landamærum? Mig grunar það.


mbl.is 100 þúsund flúið Nagornó-Kara­bak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband