Hin nýju trúarbrögð

Ég sauð um daginn í hvelli saman lítinn lista yfir nokkur af þeim versum sem hin nýju trúarbrögð dagsins í dag boða. 

Hann var nokkurn veginn svohljóðandi:

  • Konur geta verið með typpi.
  • Koltvísýringur gagnast plöntuvexti ekki.
  • Að senda vopn á átakasvæði magnar ekki upp né framlengir átök.
  • Yfirvöld í Saudi-Arabíu er þolanleg en ekki þau í Sýrlandi.
  • Styrkur Kína er stærra vandamál en fátækt Afríku.
  • Við getum leyst af jarðaefnaeldsneyti með vind- og sólarorkuverum.
  • Það er réttlætanlegt að svipta fólk ferða- og atvinnufrelsi til að stöðva loftborna veiru með vel þekkta áhættuhópa.
Ég auglýsi eftir viðbótum við þennan lista til að kortleggja almennilega hin nýju trúarbrögð. Ég auglýsi um leið eftir góðu heiti fyrir þau. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Heiti:  Bjánabaul góða fólksins.

• Uppnefna fólk og óska/ heimta svo að það sé beitt ofbeldi.

• Það er í lagi að hata hatara.

• Gerðu eins og ég segi ekki orð um það sem ég geri.

Skúli Jakobsson, 25.9.2023 kl. 21:21

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fordómar eru ekki fordómar ef þeir beinast að fólki með fordóma

Grímur Kjartansson, 26.9.2023 kl. 14:28

3 identicon

Yfirvöld hugsa fyrst og fremst um Öryggi velferð fólks. Við eigum að hlusta og trúa sérfræðingum yfirvalda í einu og öllu. Þeir sem mótmæla eru hættulegir öryggi og velferð heildarinnar. 

Bragi (IP-tala skráð) 26.9.2023 kl. 16:28

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bragi lýsir alræðisþjóðfélagi. Er það grín eða alvara?

 

Geta þá allir sætt sig við að þetta heitir jafnaðarfasismi? Bara fasistar hafa vit fyrir fólki og eru með ríki sem kúgar, einræðisherra eða dreift alræði möppudýra. Getur þá "góða fólkið" (vinstrisinnaða) viðurkennt og sætt sig við að Hitler var þeirra kennari og nazisminn hefur haft mest áhrif eftir svonefnt fall hans 1945? Þaðsem hræsnararnir þykjast hata dýrka þeir (þau). Valdalausir þegnar, ekki það sem sjálfstæðismenn vildu einu sinni.

Ingólfur Sigurðsson, 26.9.2023 kl. 17:30

5 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta var góð upptalning hjá þér Geir. Það eru greinilega einhver mjög valdamikil öfl sem stýra umræðunni í þennan farveg og heldur fólki uppteknu allan daginn í algjöru bulli. Það væri kanski ekki vitlaust að velta fyrir sér hvers vegna. 

Kristinn Bjarnason, 27.9.2023 kl. 12:15

6 identicon

Ég vil gera athugasemdir við nokkrar fullyrðingar sem hér koma fram:

"Kolsýringur gagnast ekki plöntuvexti". Ég hef aldrei heyrt né séð þessa fullyrðingu. Hins vegar má fullyrða að CO2 er ekki eina skilyrðið fyrir plöntuvexti, ef svo væri þá hlyti að vera blómlegt jurtalíf á Venusi.

"Að senda vopn á átakasvæði magnar ekki upp né framlengir átök" Þetta hef ég heldur aldrei heyrt. Hitler hefði vaðið yfir Rússland ef Rússar hefðu ekki haft vopn til að verja sig. Og þar má ekki gleyma vopnasendingum frá Bandaríkjunum til  Rússlands. Hvalfjörðurinn var oft fullur af skipum hlöðnum vopnum á leið til Murmansk. Því miður voru þar mörg sem komust ekki alla leið.

"Við getum leyst af jarðefnaeldsneyti með vind- og sólarorkuverum". Þessi fullyrðing er rétt. Tækninni fleygir fram, einkum í nýtingu sólarorku, svo að hún verður stöðugt ódýrari. 

Öðru tekur ekki að svara.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.9.2023 kl. 17:21

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður Þormar,

Og ég sem beið nánast á brún stólsins eftir viðbrögðum þínum við því versi trúarbragðanna að konur getir verið með typpi. 

Hitt get ég dýpkað en það er í vinnslu.

Geir Ágústsson, 27.9.2023 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband