Styttist í kanadískar lausnir

Ég veit því miður nokkuð um aðdraganda þess að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi. Í stuttu máli þarf að vera við brún eigin grafar til að komast inn á slíkt og þá er stutt eftir í sjálfa gröfina. Það mætti því kalla hjúkrunarheimili áfangastað í skamman tíma á meðan gengið er frá erfðaskrá og síðan tekur gröfin við. Biðskýli, frekar en áfangastað.

Í Kanada eru menn að hugsa í lausnum í tilviki aldraðra en einnig annarra sem eiga erfitt með að standa á eigin fótum eftir mislanga lífsbaráttu. Úrræði Kanadamanna kallast MAID, sem stendur fyrir Medical Assistance In Dying. Íslensk þýðing gæti verið GRÖF - Granndlega Rökstudd Örvun til Förgunar. Í Kanada er sífellt verið að lengja listann yfir þá sem mega láta lækna ríkisvaldsins drepa sig löglega og nýlega var geðsjúkum hleypt á þann lista. Fatlaðir og taugasjúklingar fá meira að segja hvatningu til að skrá sig í GRÖF. 

Fín leið til að stytta biðlista, svo sem eftir þjónustu geðlækna, í velferðarkerfi sem veitir litla velferð og er fyrir marga miklu frekar orðið að helfararkerfi.

Kanada er af mörgum talin vera fyrirmyndarríki. Leiðtogi ríksins er talinn vera frjálslyndur og frábær, og hann talar fyrir GRÖF í ræðum og er ekki dæmdur fyrir það og fær jafnvel að njóta þjónustu virtra áróðurspésa eins og The Guardian til að réttlæta hreinsun samfélagsins af þeim óæskilegu. 

Íslendingar gætu kannski lært af Kanada. Biðlistar eru of langir. Fólk er að deyja á þeim, eða gerast öryrkjar á meðan það bíður. GRÖF er kannski leiðin sem þarf að hugleiða, og í biðstofunni eftir hinni seinustu meðferð hangir svo mynd af dökkhærðum manni án yfirvaraskeggs, frekar en manni með yfirvaraskegg.


mbl.is „Ekk­ert að van­búnaði að hefja fram­kvæmd­ir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Heldurðu að lífeyrissjóðirnir séu í kanadíska klappliðinu?

Skúli Jakobsson, 25.9.2023 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband