Þessar þreytandi kosningar

Loftslagsskattar og óstöðug og dýr orka.

Efnahagslegt jafnræði (sósíalismi).

Verðbólga.

Þungt regluverk (báknið).

Hrörnandi innviðir.

Afnám kvennaklefans.

Skattlagning á hefðbundið og hollt mataræði.

Endalaus stríð við ímyndaða óvini.

Flutningur valds frá kjörnum þingum til yfirþjóðlegra stofnana.

Óstöðvandi flæði innflytjenda inn í sífellt daprara velferðarkerfi.

Allt eru þetta dæmi um áberandi stefnumál stjórnmálaflokka í dag. Nýir flokkar koma fram sem bjóða upp á valkosti við þetta. Uppnefnin fyrir slíka flokka eru mörg og þeim fer jafnvel fjölgandi. Þannig reyna unnendur núverandi fyrirkomulags að hræða kjósendur frá því að kjósa annað en ofannefnd stefnumál.

Kjósendur virðist ekki ætla að taka mark á stjórnmálamönnum og blaðamannafulltrúum þeirra hjá helstu fjölmiðlum. Þar með er ekki sagt að valkostirnir séu allir góðir, en það á sér stað mikil skautun í mörgum ríkjum í boði yfirvalda og erfitt að segja hvar hún endar. Með byltingum? Með friðsamlegum stefnubreytingum? Með því að taka kosningar úr sambandi með neyðarástandi af ýmsu tagi? Með því að reyna flækja pólitíska andstæðinga inn í upplogin sakamál? Með því að ráðast á málfrelsið? Allt að ofan?

Eitt er samt að verða augljóst: Þetta lýðræði er orðið þreytandi í hugum margra.


mbl.is Grefur undan meginstraumsflokkum í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband