Rafeldsneyti án rafmagns

Orkusjóður styrkir verkefni Samherja sem felst í því að hanna lausn og breyta ísfisktogara félagsins þannig að skipið geti nýtt grænt rafeldsneyti um 100 milljónir króna. 

Gott og vel. Rafeldsneyti er ekki endilega galin hugmynd. Hugmyndin er góð ef:

  • Meira rafmagn er framleitt en þörf er á, þ.e. verðið sem fæst fyrir rafmagnið er orðið lægra en borgar sig til að framleiða það
  • Rafmagnið er framleitt þegar eftirspurnin er lítil, svo sem á nóttunni
  • Valkosturinn við rafeldsneytið er dýrari en rafeldsneytið

Ekkert af þessu á við um Ísland. Kannski Norður-Noreg eða Norður-Svíþjóð (þar sem dreifikerfin geta ekki komið rafmagni frá framleiðslustað til neytenda), en ekki Ísland. Á Íslandi hefur stærsti raforkuframleiðandinn sagt að nú þegar sé skortur á rafmagni á Íslandi og talað um að allar mögulegar hindranir séu lagðir í vegi fyrir því að framleiða meira.

Ríkt fyrirtæki getur auðvitað farið út í einhvers konar rándýra markaðsherferð með því að henda tveimur milljörðum (mínus framlag skattgreiðenda, sem fá ekkert í staðinn) í að breyta einu skipi svo það geti notað rafeldsneyti sem er ekki til, verður ekki til og ef það verður til: Verður svo dýrt að engin leið er að kaupa það. Nema auðvitað með því að vera ríkur.

Þessi orkuskipti eru dásamleg. Nema fyrir þá sem þurfa orku.


mbl.is Samherji hlaut 100 milljónir til orkuskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má segja um VG að þau hafa aldrei haft fyrir því að tengja sig jarðsambandi.

Ragnhildur Kolka, 19.9.2023 kl. 09:14

2 identicon

Sæll Geir; sem og aðrir gestir, þínir !

Geir !

Af hverju; styrkti Orkusjóður ekki frekar, löngu tímabært

framsal Þorsteins Más Baldvinssonar og helztu liðljettinga

hans, suður til Namibíu ?

Væri ekki nær; að reyna að koma á einhverju almennilegu

siðferði hjerlndis á laggirnar, fremur en en að stríðala

kjölturakka Samherja illþýðisins, með almanna fjármunum ?

Ragnhildur Kolka !

Jeg man nú ekki betur; en að þú værir dyggur liðsmaður

Vinstri grænu úrhrakanna, a.m.k. meðan þeir sitja við

þjófa kistur Engeyinganna, þinna fremstu vina, í því

karga þýfi, sem kallað er ríkisstjórn þessa lands.

Með beztu kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2023 kl. 17:31

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Óskar,

Þetta Namibíumál hefur verið vegið og metið og reynst vera hávaði frekar en hráefni.

Geir Ágústsson, 19.9.2023 kl. 20:27

4 identicon

Komið þið sæl; á ný.

Geir !

Nei; Namibíumálið, er einungis eitt FJÖLMARGRA,

sem Samherja hyskið á eftir að svara fyrir / t.d.

innvinklun þessa liðs í Síldarvinnzluna á Neskaupstað-

Selfyssingar nágrannar mínir; hafðir að ginningar fíflum

fjárausturs Kristjáns Vilhelmssonar í hinn svo kallaða

miðbæ þeirra - aðkoma Samherja (meðal ýmissa annarra

útgerða, á enn frekari samþjöppun aflabragða og vinnzlu

á kostnað smærri byggðarlaga í landinu) - auk sívaxandi

yfirgangs þessa liðs gagnvart lögum og reglum í landinu

sem ALMENNINGI er ætlað að virða / ekki þessu Norðlenzka

yfirgangs pakki, Geir minn.

Veistu Geir; það mætti skrifa heilu doðrantana um óbilgirni

og yfirgangs þessa liðs, sem baðar sig í smjaðri ýmissa snobb-

og flottræfla, sem eiga vist að heita samlandar okkar, Geir minn.

Samkrull Samherja gengisins; sem og ættar klíku Bjarna Benedikts-

sonar er einfaldlega að ganga af öllu eðlilegu þjóðlífi dauðu,

nema stöðvað yrði, af hinum beztu mönnum: þjer að segja, Geir

minn.

Með sömu kveðjum; engu að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2023 kl. 20:45

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þessar stóru fljótandi verksmiðjur eru náttúrlega gífurlega orkufrek og ólíklegt að þetta skilimarktækum árangri meðan enn er verið að keyra landvinnslu á olíu.

Fyrirtæki sem stunda viðskipti í Afríku verða að gera ráð fyrir að þurfa að greiða mútur.
M.a. segir Obama forseti USA frá því að borið var á hann og hans fylgdarlið rándýrar gjafir til að liðka fyrir samningum.

Grímur Kjartansson, 20.9.2023 kl. 12:42

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Óskar Helgi virðist hafa allt á hornum sér gagnvart Samherja. Þó ég viti ekki nákvæmlega hver aðkoma Samherja er að miðbæjarverkefninu á Selfossi, þá grunar mig að miðbærinn verði helsta aðdráttarafl bæjarins eftir að nýja brúin verður tekin í notkun. Pulsuvagninn og Bókakaffið duga ekki til að fólk taki á sig krók og því síður Krónan. 

Ragnhildur Kolka, 20.9.2023 kl. 13:16

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Grímur !

Sje siðferði manna í lagi; eiga mútugreiðzlur sjer ekki neina

stoð / gildir einu, hvort um Afríkuríki sje að ræða, eða í

öðrum heimshlutum.

Ekkert, ekkert fær rjettlæt, glæpa starfsemi þessa liðs, nje

annarra, af svipuðu calíberi, ágæti drengur.

Ragnhildur !

Já; mjer blöskrar ráðslag og gripdeildir Samherja og annarra

stór- útgerða, með þá fjármuni sjávarauðlindanna, sem þú og jeg,

sem og aðrir íslenzkir ríkisborgarar eigum að njóta: eins og í

eðlilegum mánaðargreiðzlum til okkar (sbr. Borgaralaun, t.d.

vestur í Alaska).

Pylsuvagn og Bókakaffi þeirra Selfyssinga; eru þó rekin á

HEIÐARLEGUM forsendum, sem og tilvist þeirra - það væri

ekkert að miðbænum þeirra Selfyssinga, væri uppbygging hans

byggð á heiðarleika - ekki þýfi Samherja óskapnaðrins: þjer

að segja, Ragnhildur.

Með sömu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2023 kl. 13:37

8 Smámynd: Grímur Kjartansson

Óskar

Siðferðið aðlagar maður að aðstæðum og tímasetningu
sbr. Metoo 

en samt hollt að muna að flest okkar laga ákvæði (siðferði?) voru byggð á kristnum gildum sem ekki má kenna í skólum landsins í dag

Grímur Kjartansson, 20.9.2023 kl. 19:41

9 identicon

Sæl; enn sem fyrr !

Grímur !

Eyðileggjum ekki kvöldið Grímur minn; með því

að eyða of miklu í mítú (metoo) fagurgalann.

Jú reyndar er það rjett hjá þjer; óhóflegt

og því miður vaxandi umburðarlyndi all- margra

samlanda okkar fyrir Múhameðskunni og Gyðingdóm

á kostnað Kristninnar er nú ekki, til þess fallið

að betrumbæta aldagömul siðferðileg gildi - reyndar

var það regin óhapp á 16. öldinni, þá Rómversk- 

Kaþólsku kirkjunni var kastað fyrir róða, að taka

ekki frekar upp tryggð við Rétttrúnaðar kirkjuna

(hinar Austurlenzku - Grísk - Serbnesku - Armensku

o.fl. Kirkjudeildir) í stað þess að binda trússið

við fyllibyttuna Martein Lúther.

Svo; má einnig hugleiða, hvort ekki mætti útvista

Ásatrúar fjelaginu og Siðmennt, hversu göfuga má

innrætingu þeirra kalla, ekki síður ?

Með sömu kveðjum; sem hinum fyrri: vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2023 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband