Mælingar og manneskjur

Ef þú getur ekki mælt það þá skiptir það ekki máli.

Eða svo segja sumir.

Við getum mælt aldur og þyngd, talið hausa eftir hár- og húðlit, borið saman laun á milli einhverra hópa sem við búum til og svona mætti lengi telja.

En ég sá alveg ljómandi ábendingu um daginn sem mér finnst athyglisverð: Við getum ekki mælt hversu mikið traust við berum til manneskju. 

Við getum vissulega mælt frammistöðu á ýmsa vegu (vinnustundir, hagnaður af hverri vinnustund, endurgjöf og þess háttar) en ég hef ekki séð tilraun til að mæla hversu traustverðug manneskja er.

Sem er kannski með því mikilvægara þegar kemur að því að búa til góðan hóp á vinnustað eða hvar sem er.

Ég vinn í tæplega 20 manna deild sem hefur á að telja nálægt 10 móðurmál. Við erum þar af báðum kynjum, flestum húðlitum, á öllum aldri og frá fjölda ríkja. Þessi deild vinnur vel saman, og andrúmsloftið er gott sem væri mögulega hægt að taka eftir með því að telja fjölda óviðeigandi brandara í hádegishléinu. Auðvitað treysta sumir sumum betur en öðrum en yfir það heila er þetta samheldinn hópur sem skilar af sér góðri vinnu sem viðskiptavinirnir eru ánægðir með.

Hvernig tókst að búa til svona hóp? Það er erfitt að segja. Yfirmenn hafa komið og farið eins og árstíðirnar og þeir hafa séð um að velja og hafna umsækjendum. Stundum er auglýst eftir ungu fólki og fáir sækja um, og stundum eftir reyndu fólki og margir sækja um. Og allt þarna á milli, auðvitað.

Er til smáforrit til að útskýra það?

Eða er eitthvað á ferðinni hérna sem verður ekki mælt í öðru en að enginn er að spá í tegund kynfæra, húðlits, kynhneigðar og uppruna? Að slíkt sé hreinlega aldrei rætt nema í fyrirlestrum sem enginn spáir í? Að við séum öll fagmenn og manneskjur, fyrst og fremst?

Það er mín tilgáta.


mbl.is Ætlað að útrýma eitraðri vinnustaðamenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja-há.

Veit ekki með þig, en ég treysti ekki þessu miðlæga teymi heildrænna lausna þarna til þess að gera neitt annað en búa til vandamál, og gera þau svo verri.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2023 kl. 21:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Miðlæg teymi sem búa til vandamál fá borgað fyrir að reyna leysa þau vandamál.

Mér dettur í hug að kannski er mikilvægast að skipta sem oftast um yfirmenn svo allar heilrænar lausnir til að búa til vandamál gufi upp reglulega og niðurstaðan verður einfaldlega bland í poka, án ásetnings.

Geir Ágústsson, 6.9.2023 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband