Þriðjudagur, 5. september 2023
Framsæknar borgir
Nokkrir borgarfulltrúar Reykjavíkur, þar á meðal Sjálfstæðismenn, fóru nýlega í hópeflisferð til Bandaríkjanna og heimsóttu þar tvær svokallaðar framsæknar borgir, sem einkennast mögulega helst af fjölda atvinnu- og heimilislausra, fíkniefnavanda og öðrum afleiðingum þess að vera framsækinn.
Einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins lét blekkja sig svo um munar, og skrifar um reynslu sína af ferðalaginu sem þú borgaðir þar sem brjálað heimilislaust fólk blasti við á hverju götuhorni:
Aðspurð um ástæðurnar nefndu öll fentanýlfaraldurinn í Bandaríkjunum og að Portland væri ákjósanlega staðsett á helstu verslunarleið mexíkóskra glæpasamtaka í gegnum Bandaríkin. ... Borgarfulltrúanum og borgarstjóra Portland þótti dapurlegt að viðurkenna að fólk saknaði heróíntímans, því það sljóvgaði fólk og skemmdi hægar en fentanýlið, sem gerir fólk árásargjarnara og illilega geðveikt.
Einmitt það já?
Nú hefur Portland lengi verið á vegferð sem endar í hruni hagkerfis, flótta fyrirtækja og afleiðingum þess að venjulegt fólk geti ekki fundið sér vinnu.
Fíkniefnavandinn er afleiðing slíks ástands, ekki upphaf.
Sú vegferð heitir á tungutaki vinstrimanna að vera framsækinn.
Í þessu felst vel á minnst að bjóða atvinnulausum upp á allskyns gegn engu og skipta sér af launastefnu fyrirtækja. Portland er búin að vera á langri vegferð að núverandi ástandi, og öllu er svo klínt á eiturlyf.
Gaslýsing, ef eitthvað er það.
Þessi skemmtiferð mun engu skila nema reikningum sem enda á skattgreiðendum. Hún kenndi engum neitt og það sem verra er: Lét jafnvel niðurrif líta út eins og uppbyggingu.
Vonandi gleymist þessi ferð sem fyrst, og allt sem hún skildi eftir í haus borgarfulltrúa.
Skammarverðlaunin fá svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem tóku þátt í ruglinu. Trúverðugleiki þeirra sem málsvarar bætts reksturs Reykjavíkurborgar er að eilífu horfinn.
Hópeflisferð borgarráðs til Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt að allir vissu að í Portland væri allt í steik. En kannski er það hulið fólki sem lætur RÚV um að mata sig á ,,upplýsingum". Þetta er eins og að fara sjálfviljugur í 9. hring vítis í lýsingu Dantes og halda að þar sé himnaríki að finna. Eftir stendur spurningin: Af öllum borgum í heiminum, af hverju var Portland (!) fyrir valinu sem áfangastaður fyrir þá sem sitja í borgarstjórn Reykjavíkur?
Arnar Þór Jónsson, 5.9.2023 kl. 20:21
Arnar, af hverju ert þú með athugasemda reit við blogg þitt en síar út athugasemdirnar? Heiðarlegra að hafa engan slíkan reit og vera bara með einræðu eins og sumir bloggarar hafa háttinn á. Minnir á prédikarann sem iðkar annað en hann boðar.
Skelegg grein hjá Geiri eins og alltaf. Hægri menn hafa verið á vinstri veg helmingi of lengi.
Birgir Loftsson, 6.9.2023 kl. 07:36
Arnar; það kemur einhvers staðar fram að Dagur hafi ákveðið þessar borgir.
Nonni (IP-tala skráð) 6.9.2023 kl. 18:25
Birgir,
Án þess að vilja svara fyrir Arnar þá er hann vissulega með kveikt á þeirri stillingu að hann þurfi að samþykkja athugasemdir. Þetta tekur tíma og eflaust ekki efst á verkefnalistanum. Það er því "de facto" ekki mjög lifandi athugasemdaþráður þar. En hann deilir á fésinu og þar er galopið á athugasemdir án rýni, svo ég mæli með þeirri leið.
Geir Ágústsson, 6.9.2023 kl. 19:51
Dagur kallar Portland "framsækna" borg, sem er sennilega alveg rétt: Hún æðir fram af bjargbrúninni, og vinstrimenn telja það til fyrirmyndar.
Detroit fór í sömu vegferð á sínum tíma og tókst að hrekja frá sér allan bílaiðnaðinn og verða að hreysi.
Sagan endurtekur sig og jafnvel skuggalega nákvæmt: Það er eins og menn séu að fylgja nákvæmri uppskrift að ógeðisdrykk, samviskusamlega og af mikilli nákvæmni.
Geir Ágústsson, 6.9.2023 kl. 19:52
Hik á svari er viss ritskoðun Geir. Þú getur ekki varið Arnar sem reyndar reynir EKKI að verja sig.
Ég prófaði að setja "hik" á birtingu athugasemda við greinar mínar og einn lesenda minna benti á hversu umdeilt það væri og í raun í andstöðu við lífsskoðanir mínir sem eru frjáls hugsun og tjáningarfrelsi. Ég skammaðist mín til að aflétta allar hömlur á athugasemdir við greinar mínar og nú er blogg mitt algjörlega opið fyrir allar athugasemdir án hiks!!!Lifi tjáningarfrelsið!
Birgir Loftsson, 8.9.2023 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.