Laugardagur, 19. ágúst 2023
Góðar fréttir: Skógareldar í Evrópu í sögulegu lágmarki
Það er ástæða til að gleðjast. Skógareldar eru í miklu lágmarki í Evrópu og ástandið hefur sjaldan verið betra. Hamfarahlýnunin og stiknun jarðar er sem betur fer ekki að leiða til aukinna tilfella bruna, þ.e. ef brennuvargar halda sér til hlés.
Eða svo segja gögn.
Við getum alveg fyrirgefið blaðamönnum fyrir að missa sjónar á heildarmyndinni. Þeirra vinna er sú að hræða okkur daglega, ekki róa okkur niður til lengri tíma, enda engin sala í því.
Fleiri flýja heimili sín á Tenerife | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eða að hamfarahlýnunin og stiknun jarðar er að leiða til ofsafenginna rigninga í Evrópu og rigningar leiða venjulega ekki til aukinna tilfella bruna. En öfgar eru stöðugt að aukast, hitabylgjur verða heitari og rigningar meiri. Rok verða að stormum og stormar að fárviðrum. Og ofsaveður sem þú máttir búast við að upplifa tvisvar um ævina munu börn þín brátt upplifa annað hvert ár.
Það getur einnig verið að 10 ár gefi ekki mjög upplýsandi mynd og að það sé mikil heppni hversu stór hluti heimsins er ekki í Evrópu. Svo er það spurning hvað er mikið eftir af skógum Evrópu til að brenna og hvort bruni skóga sé mælikvarði á eitthvað.
Annars er vert að benda þér á það, eins frægur og þú ert fyrir að misskilja og lesa rangt úr súluritum, línuritum og gögnum af öllum toga, að myndin þín vísar í brennda hektara en ekki á neinn hátt í tilfelli bruna og segir ekkert um fækkun eða fjölgun á tilfellum bruna.
Vagn (IP-tala skráð) 19.8.2023 kl. 18:23
Vagn,
Takk fyrir að leiðrétta, fræða og upplýsa. Ég túlka orð þín þannig að það sé hægt að velja gögn og línurit á þann hátt að ákveðinn málflutningur hljómi sennilegur. Til dæmis sá málflutningur að heimurinn sé að farast og að það sé okkur að kenna af því við flokkum pappa vitlaust.
Geir Ágústsson, 19.8.2023 kl. 19:46
Vagn,
Önnur lexía sem ég er að læra hérna er sú að fólkið sem hamast við að safna gögnum um brennda hektara sé kannski bara að sóa tíma sínum og fé annarra. Af hverju að búa til og birta gögn sem segja ekki frá neinu nothæfu? Ég kannski sendi þessu fólki skeyti og bendi því á að svara þér hér, með ávarpinu "Vagn".
Geir Ágústsson, 19.8.2023 kl. 19:52
Það var svo sem við því að búast að þú þyrftir að túlka að egin höfði frekar einfaldan texta. Ég hefði e.t.v. átt að skrifa ...frægur og þú ert fyrir að misskilja og lesa rangt úr súluritum, línuritum, gögnum af öllum toga og rituðum texta.
Vagn (IP-tala skráð) 19.8.2023 kl. 20:46
Vagn,
Þú sagðir eitthvað um að ofsaregn sem slekkur alla ofsaeldana. Vandamál leyst, ekki satt?
Geir Ágústsson, 19.8.2023 kl. 21:07
Nei, ég sagði ekkert um að ofsaregn slökkvi alla ofsaelda. Lærðu að lesa.
Vagn (IP-tala skráð) 19.8.2023 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.