Neyðarástand sem lausn allra vandamála

Það er óhætt að fullyrða að ýmsir sáu í veirutímum mikil tækifæri. Neyðarástandi var lýst yfir og mikil hræðsla framleidd og uppskeran var skíthræddur almenningur sem lét loka sig inni, smala sér í pinnaraðir og sprautuhallir og var hvatt til að klaga nágranna sína til lögreglunnar ef þeir voguðu sér að bjóða vinum í heimsókn.

Það er engin ástæða til að velta því fyrir sér hvernig íbúar Norður-Kóreu sætta sig við yfirgang þarlendra yfirvalda. Við erum af nákvæmlega sömu tegundar fólks. Munurinn á Íslandi og Norður-Kóreu er aðallega í stigi kúgunar, ekki eðli. 

Í nýlegum leiðara í Morgunblaðinu er tekið dæmi um hugmynd að neyðarástandi sem á að laga ákveðið vandamál. Mér finnst hann góður og birti í heilu lagi:

Kannski mönn­um hafi þótt nóg um óvenju­lega veður­blíðu und­an­far­inna vikna, en af ein­hverj­um ástæðum flutti Rúv. frétt um álit Fé­lags lækna gegn um­hverf­is­vá á ástand­inu. Það hef­ur ákveðnar skoðanir á því eins og e.t.v. má ráða af nafn­inu og Hjalti Már Björns­son, formaður fé­lags­ins, skóf ekki utan af því.

Hann kvað Íslend­inga „skelfi­lega um­hverf­is­sóða“ sem losuðu meira af gróður­húsaloft­teg­und­um á mann held­ur en all­ir jarðarbú­ar geri. Ástandið væri hörmu­legt og „staðan í um­hverf­is­mál­um í dag er bara eig­in­lega sótsvört“. Hann sagði fé­lagið gefa stjórn­völd­um fall­ein­kunn, aðgerðir þeirra væru „bara aumk­un­ar­verður grænþvott­ur“.

Þetta eru stór orð og verður fróðlegt að heyra viðbrögð Fé­lags bíla­sala gegn um­hverf­is­vá og Fé­lags bóka­safnsvarða gegn um­hverf­is­vá. Viðtalið hefði þó verið áhrifa­meira ef ekki hefði blasað við gró­andi og heiður him­inn.

Ekki stóð á svör­um um hvað til ráða væri. „Það þarf í fyrsta lagi að fara að hlusta á lofts­lags­ráð og þá vís­inda­menn sem mest vita um þetta. Það þarf að lýsa yfir neyðarástandi og færa alla stjórn­sýslu á Íslandi á neyðarstig og grípa til rót­tækra aðgerða.“

Það var og. Fyrst að lýsa yfir neyðarástandi og setja stjórn­sýslu á neyðarstig, en þá fyrst má huga að rót­tæk­ari aðgerðum. Sú nálg­un ber hófstill­ingu fé­lags­ins og virðingu fyr­ir lýðræði og mann­rétt­ind­um fag­urt vitni.

Hugmyndir um neyðarástand í loftslagsmálum eru ekki nýjar. Mér skilst að neyðarástandið sé orðið slíkt að jörðin sé hreinlega að stikna. Þegar lokanir veirutíma voru tiltölulega nýlega gengnar í garð fór loftslagskirkjan strax að gæla við hugmyndir um að skella öllu lás, í nafni loftslagsins. Betri er innilokaður maður en maður í bíl á leið í vinnu eða frí. 

Með því að lýsa yfir neyðarástandi er hægt að kippa leiðigjörnum formsatriðum eins og stjórnarskrá, réttarríki, lýðræði, málfrelsi og jafnvel eignarétti úr sambandi. Áskorunin felst aðallega í því að hræða almenning og þá helst þannig að hann stuðli sjálfur að því að halda sér hræddum. 

Mér sýnist þetta ganga alveg ljómandi vel þegar kemur að veiruhræðslu og ótta við hamfarastiknun jarðar. Bráðum þurfum við einnig hræðslu við hryðjuverkamenn sem vilja ekki láta gelda börnin okkar, njósnara á vegum Rússlands sem vilja ekki senda unga menn í hakkavélar á sléttum Úkraínu og klappstýrur Trump sem vilja bjarga börnum úr kynlífsþrælkun ríkra barnaníðinga.

Neyðarástandið leysir þessi hvimleiðu vandamál. Er eftir einhverju að bíða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Þetta verður einfalt þegar glæpa- og hryðjuverkamaðurinn Tedros forstjóri WHO verður kominn með einræði yfir heilbrigðismálum heimsins.

Þá mun hann nánast hvenær sem er geta lýst yfir einhverju neyðarástandi, kannski vegna einhvers þeirra smitfaraldra sem stofnunin er búin að boða næstu 10 árin, loftslagsmála, eða hvers sem er sem hann metur sem ógnun.

Hann mun þá ekki lengur vera ráðgefandi, heldur verða orð hans lög svo hann getur skellt heiminum í lás, skikkað okkur til að nota grímur, og látið taka okkur með lögregluvaldi í líkamsskoðanir og sprautur.

Hann ætlar líka að stórefla ritskoðun svo aðeins réttar upplýsingar séu birtar okkur.

Allt þetta kostar að sjálfsögðu gríðarlega peninga, þannig að stofnunin þarf nauðsynlega auknar fjárveitingar upp á þrjátíu milljarða dollara á ári til að koma í veg fyrir, undirbúa, og bregðast við næsta faraldri.

Og vitaskuld eru bólusetningar eina leiðin út úr smitfaröldrum, það segir sig sjálft.

Þetta má allt sjá í drögunum að heimsfaraldurssáttmála WHO sem verið er að reyna að innleiða núna.

Það eru svo sannarlega bjartir tímar framundan, við munum ekkert lengur þurfa að spá í okkar eigin heilsu eða taka ábyrgð á okkur sjálfum, Tedros mun gera það fyrir okkur!

Kristín Inga Þormar, 20.8.2023 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband