Örvun­ar­bólu­setn­ingin sem endaði í ruslatunnunni (með lífrænum úrgangi)

Þá eru þær komnar aftur, fyrirsagnirnar. Þessar um að smitum vegna einnar tiltekinnar veiru (en ekki annarra) sé að fjölga og að sumir hópar þurfi að fara í örvun­ar­bólu­setn­ingu af því fyrri sprautur séu nú orðnar gagnslausar. Bara sextugir og yfir að þessu sinni, en meira en ekkert. 

Svona fréttir skipta reyndar engu máli. Þeir sem eru ákafir í að láta sprauta sig eru í sífellu að banka upp á hjá heilsugæslunni og biðja um sprautur. Ég er að vinna með einum slíkum. Hann vill fá sína áfyllingu eins og hann orðar það. Aðrir hunsa svona ákall um að láta sprauta sig. 

Það er samt ástæða til að vera á varðbergi. Við munum kannski hvernig veirutímar hófust. Skilaboðin í upphafi voru þau að áhættuhópar væru kortlagðir og aðrir þyrftu ekki að hafa áhyggjur, að áherslan ætti að vera á að verja áhættuhópa, grímur geri ekkert gagn og skólar eigi að vera opnir og líf krakka að haldast sem eðlilegast.

Skyndilega skiptu allir spekingarnir um skoðun: Grímurnar voru orðnar að skyldu, skólar gætu ekki verið opnir og nýtt tilraunalyf handan við hornið sem myndi leysa öll vandamál, gefið að það tækist að sprauta um tvo þriðju hluta samfélagsins. Síðar hækkaði það hlutfall og hefur í raun aldrei hætt að hækka síðan enda talin ástæða til að sprauta reglulega um ókomna tíð.

Svona vatt líka loftslagsvitleysan upp á sig og gerir enn. Jörðin er víst að stikna núna, hvorki meira né minna. Einu sinni voru ruslatunnurnar ein við hvert heimili og verða núna fjórar og dæmi erlendis frá benda til að enn sé rými fyrir fleiri, sem verða væntanlega tæmdar enn sjaldnar en þessar fjórar.

Núna eru einhverjar fyrirsagnir um smit komnar á stjá (líka í erlendum fjölmiðlum). Þetta gæti þróast út í nýja geðveiki eða dáið út eins og apabólan (með hæðnisglósum).

Það er ástæða til vera á varðbergi og jafnvel gott betur en það: Hrópa þessa vitleysu niður og aðrar í leiðinni.


mbl.is COVID-greiningum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála...

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.8.2023 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband