Eru við góðu gæjarnir?

Síðan á árum kalda stríðsins hafa Vesturlönd kallað sig góðu gæjana. Þau berjast jú fyrir mannréttindum, friði, lýðræði, verndun eignaréttar og málfrelsi andspænis fjandmanni sem boðar hið gagnstæða.

Heldur sú þula ennþá? Eða er hún útrunnin eins og gömul mjólk?

Ég sé nokkrar veigamiklar ástæður til að efast um að Vesturlönd séu í raun góðu gæjarnir. Það þýðir ekki endilega að einhver annar sé það. Það þýðir bara að Vesturlönd standa fyrir mörgu sem er í raun ógeðfellt, rétt eins og gildir um aðra heimshluta.

Vesturlönd standa nú fyrir miklu vopnakapphlaupi.

Vesturlönd stóðu að baki veirutímum sem tortímdu bæði verðmætum og lífum á heimsmælikvarða.

Vesturlönd reyna að tefja orkuöflun fátækustu heimshlutanna.

Vesturlönd labba ennþá um gömlu nýlendurnar sínar og fyrri áhrifasvæði eins og eigið gólfteppi og hirða og sprengja það sem þau vilja.

Vesturlönd misnota söguleg völd sín á gjaldmiðlum, greiðslukerfum, fjármagni og skuldum til að skammta refsingum og hindrunum á hina og þessa, oft eftir geðþótta.

Ofan á allt þetta grafa Vesturlönd undan sjálfum sér á marga vegu: Stjórnlaust flæði innflytjenda inn í velferðarkerfin, eyðilegging gjaldmiðla með peningaprentun, kæfandi skattlagning og skrifræði í nafni loftslags og umhverfis svo eitthvað sé nefnt, og ýmislegt fleira. 

Ég er stoltur af því að búa í vestrænu landi, með sínar hugmyndafræðilegu og trúarlegu rætur, gildi og áherslu á einstaklinginn. Það er margt að í vestrænum ríkjum og margt að þróast til verri vegar, en valkostirnir (afríski sósíalisminn, kínverska flokksræðið, klerkastjórnir múslímaríkjanna, o.s.frv.) eru verri. 

Ég vona að það séu fleiri áhyggjufullir og að það sé skref í átt að því að laga það sem er að. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega eru vesturveldin ekki fullmomin en það eru engir vesturlandabúar að hætta lífi sínu til að komast til Afríku, suður Ameríku eða mið-austurland.  Það ætti að segja þér eitthvað.

Bjarni (IP-tala skráð) 12.8.2023 kl. 20:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Það segir mér vissulega mjög mikið.

Geir Ágústsson, 12.8.2023 kl. 21:01

3 identicon

Svo er hægt að taka fyrir Afríku, stjórnarbyltingu eftir stjórnrbyltignu.

Suðuðr-Sudan í upplausn, yngsta þjóðríki heims, og nú Niger í upplausn.

Eru þessi ættbálkálkaþjóðir færar færar um að skapa þjóð?

Bjarni (IP-tala skráð) 12.8.2023 kl. 21:33

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allt er hverfult.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.8.2023 kl. 21:34

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er mögulega hægt að nýta sér þá þróun sem á sér stað í Bandaríkjunum. Þar streymir fólk frá New York og Kaliforníu, sem eru á góðri leið með að skattleggja sig í gjaldþrot, og inn í Texas, Arizona og Flórída, þar sem menn fóru aðeins hægar í að rústa samfélaginu í nafni veiru og orkuskipta (orkuskorts). Evrópa er auðvitað ólík vegna tungumála og mismunandi hefða og annað slíkt en ég velti því fyrir mér hvort einhver hreyfing sé samt ekki komin á ríkisborgara vestrænna ríkja.

Geir Ágústsson, 13.8.2023 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband