Fimmtudagur, 10. ágúst 2023
Eru veiruuppgjörið loksins að eiga sér stað?
Um daginn birtist greinin Að viðurkenna mistök án þess að viðurkenna mistök eftir Einar Scheving, tónlistarmann. Hún lagði upp úr orðum Kára Stefánssonar í nýlegu viðtali. Þar segir meðal annars:
Er Kári s.s. kominn í hóp samsæriskenningasmiða, eða sleppur hann fyrir horn þar sem hann er aðeins vitur (afsakðið - vitrari) eftir á? Er Kári kannski, með þessu nýjasta útspili, búinn að gefa læknum, vísindafólki og fjölmiðlum leyfi til að tjá sig á annan máta en leyfst hefur hingað til? Ég meina, ef Kári getur viðurkennt mistök - án þess reyndar að gera það - þá hljóta minni spámenn að mega það líka, eða hvað?
Nú segir hann að óþarfi hefði verið að bólusetja fólk undir fimmtugu.
Ef frá eru talin börn fram að fimm ára aldri (sem - ótrúlegt en satt, ekki þótti nauðsynlegt að bólusetja), þá erum við að tala um u.þ.b. 250.000 Íslendinga, þ.e. u.þ.b. 65% landsmanna. M.ö.o. - af öllum þeim Íslendingum sem Kári vildi ólmur bólusetja, þá segir hann nú að 2/3 þeirra hefðu ekki þurft þessa bólusetningu. Ef þessi afgerandi meirihluti Íslendinga hefði haft tök á því að fara eftir ráðleggingum ritskoðaðra og ófrægðra kollega Kára um heim allan (eða getað þegið ráð Kára sjálfs núna), væru þeir þá allir drullusokkar, eins og hann kallaði óbólusetta á sínum tíma?
Þessu gat Kári ekki setið undir og skrifaði einhvers konar svar í eigin grein, Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving. Stíl Kára þekkjum við:
Þú ert trymbill og sem slíkur mikill listamaður og með stíl sem mér finnst stórkostlegur og það er ekki nokkur vafi í mínum huga að þú hefur veitt margfalt meiri ánægju með þínu starfi en ég með mínu. Hins vegar þegar þú leggur frá þér kjuðana og ferð að tjá þig um heilbrigðismál eins og farsóttina þá lendir samfélagið í svolitlum vanda með að meta þann viskubrunn sem þú byggir skoðanir þínar á meðal annars af því það veit ekki það sem ég og þú vitum að þú ert mikill heilbrigðisvísindasnillingur.
Einar svarar þessu auðvitað enda um að ræða þá dæmigerðu tilraun til að þagga niður umræðu með því að gera öðrum upp þekkingar- og skilningsleysi. Úr grein hans, Opnum á umræðuna - Opið bréf til Kára Stefánssonar (og núna fer þetta að verða spennandi):
Ef fjölmiðlar myndu taka upp á því að sinna vinnunni sinni, myndir þú þá samþykkja að mæta sérfræðingum sem eru á öndverðu meiði við þig varðandi skað- og gagnsemi bóluefnanna - t.d. hjartalæknum á borð við Dr. Aseem Malhotra eða Dr. Peter McCollough? Slíkar umræður gætu t.d. farið fram í spjallþætti á RÚV eða Stöð 2. Væri þetta ekki kjörið tækifæri til að þagga niður í efasemdarröddum í eitt skipti fyrir öll? Þessir tveir læknar hafa verið ofarlega í umræðunni um skaðsemi bóluefnanna og er sá síðarnefndi, að ég best veit, með fleiri birtar rannsóknargreinar í fagtímaritum en nokkur annar læknir a.m.k. hjartalæknir.
Nú er að sjá hvað Kári segir. Samþykkir hann áskorun trymbilsins um að mæta sérfræðingum með jafnmargar doktorsgráður og fræðigreinar á bakinu og hann sjálfur, en með öndverðar skoðanir á ágæti þess að dæla tilraunalyfjum í fólk niður í barnsaldur? Eða æðir hann aftur í manninn með uppnefnum um leið og skautað er framhjá aðalatriðum málsins?
Ég bíð spenntur, vægast sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aaarrrggh! Mikið geta samsærisheilar nú teygt lopann. Það hlýtur að vera eitthvað til við þessu.
FORNLEIFUR, 11.8.2023 kl. 06:24
MALHOTRA hefur verið veginn og léttvægur fundinn: https://sciencebasedmedicine.org/the-aseem-malhotra-lecture-isnt-what-you-think-it-is/
Geir Ágústsson, ég mæli með því að þú þjálfir rökhugsun og heimildarýni. Annars stendur þú sem sjálfskipaður Besserwisser, sem bregst við vandræðum og vandamálum með æði og ruglingi, og í versta falli sem kjúklingaheili, sem leggur saman 2 og 2 fær 1000 og gaggar svo ógurlega þangað til að þú fellur um sjálfan þig.
FORNLEIFUR, 11.8.2023 kl. 07:36
Fornleifur,
Trúðu bara því sem þú vilt, líka ófrægingargreinum. Ég vona samt þín vegna að þú sért hættur að láta sprauta þig gegn kóvít.
Geir Ágústsson, 11.8.2023 kl. 10:59
"Þú ert trymbill... [] ...þegar þú leggur frá þér kjuðana og ferð að tjá þig um heilbrigðismál..."
og: "MALHOTRA hefur verið veginn og léttvægur fundinn"
Ad hominem er ekki góð rök.
Er vit í því sem þessir menn sögðu eða ekki?
Ásgrímur Hartmannsson, 11.8.2023 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.