Hjarðhegðun af öllu tagi

Um daginn var minnst á þessari síðu í athugasemd á dæmi um íslenska hjarðhegðun í svokölluðu Lúkasarmáli. Það er nánast lyginni líkast að lesa um atburði í því máli nú þegar allt fyrir löngu gengið yfir (nema mögulega endurreisn á mannorðum þeirra sem lentu undir hjörðinni). Blaðamaður tekur svona til orða:

Lúkasarmálið ber reglulega á góma í almennu tali í íslensku samfélagi. Þá yfirleitt í því samhengi að fólk voni að ekki sé um annað Lúkasarmál að ræða. Mikilvægt sé að muna að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð og annað slíkt. Enda margir sem létu ýmislegt flakka á netinu sumarið 2007 sem þeir sjá eftir í dag.

Því miður rættist ósk blaðamanns ekki. Lúkasarmálunum hefur bara fjölgað, meðal annars sem hluti af hinni svokölluðu slaufunarmenningu (e. cancel culture) þar sem einföld ásökun nægir til að kveikja í samfélagsmiðlum og bola fólki úr starfi. 

Núna er eitt Lúkasarmál óðum að fá á sig endanlega mynd: Veirutímar, þegar hjarðhegðunin náði nýjum hæðum. Hér má telja til hróp og köll úti á götu á ókunnugt fólk af því það var ekki með gagnslausa grímu, klögur á nágranna fyrir að bjóða í heimsókn, lokanir á fyrirtækjum þar sem var langt á milli fólks í fámenni á meðan fyrirtæki með stutt á milli fólks í fjölmenni voru opin, og auðvitað sprauturnar. 

Ef orðið Lúkasarmál mun einhvern tímann rata í íslenska orðabók ætti miklu frekar að taka þar sem besta dæmið veirutíma en ekki hundaleitina. 

Nema Rússahatrið, sorpflokkunarbrjálæðið og loftslagskvíðinn séu betri dæmi? Erfitt að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki erfitt að segja. En sérstök áhugamál þín, eins og aðrar kenningar sem byggja á ósönnum fullyrðingum af pólitískum áróðurssíðum og ritum vafasamra aðila, verða varla notuð nema einhver hinna lesskilningsskertu vina þinna taki að sér orðabókarritun.

Betra dæmi gæti frekar verið hvernig hópur fólks tók þann pól í hæðina að vísindamenn hefðu ætíð rangt fyrir sér og því væri andstæðan við það sem þeir segja hið eina rétta, "mínar rakalausu hugdettur eru jafn góðar ef ekki betri en þær kenningar sem byggja á vísindum og rökum.". Eða hvernig hópur fólks tók þann pól í hæðina að virtustu fjölmiðlar heims hefðu ætíð rangt fyrir sér og því væri andstæðan við það sem þeir segja hið eina rétta, "gaur í kjallaraholu í miðvesturríkjum Bandaríkjanna með óbeit á stjórnvöldum, innflytjendum, bóluefnum, menntun og upplýsingaöflun segir mér allar þær réttu fréttir sem ég vill heyra.".

Vagn (IP-tala skráð) 9.8.2023 kl. 18:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Mér þykir leitt að tilkynna þér að svona langavitleysa hefur því miður verið rakin og hrakin og margir af þeim sem stóðu að baki henni byrjaðir að biðja um sakaruppgjöf og afsaka sig

Geir Ágústsson, 9.8.2023 kl. 19:39

3 identicon

Þrátt fyrir glæpamanninn, Pútín, sem ræðst með miskunnarlausri grimmd á saklausa íbúa bræðraþjóðar þá hef ég ekki orðið var við neitt sérstakt Rússahatur hér á landi. Rússar eru stórkostleg þjóð sem hefur lagt stóran skerf til heimsmenningarinnar. En því miður hafa Rússar ekki borið gæfu til að þróa með sér lýðræði sem einkennir Vestur-Evrópu. Þeir hafa lengst af þurft að þola harðstjórn og kúgun og hefur það mótað þá. En það er kannski einmitt þess vegna sem rússneska þjóðin  hefur eignast afburða rithöfunda eins og t.d. Tolstoy og Dostojevsky. Svo væri líka erfitt að ímynda sér að nokkrum frá Vestur-Evrópu dytti í hug að gera eins og Alexei Navaly, ganga sjálfviljugur í "gin ljónsins" og eiga þar von á ævilangri fangelsisdvöl og þrælkun. Hvílíkur píslarvottur!

Ekki hef ég orðið var við sérstakan loftslagskvíða meðal íslensks almennings miðað við það sem mér sýnist vera í Evrópu og víðar, enda hafa engar loftslagshamfarir svo sem ofurhitar, þurrkar eða stórflóð skollið á hér á landi hingað til. En það er skijanleg gremja sem ríkir vegna útgjalda sem stjórnvöld hafa undirgengist vegna þessara mála.

Ekki hef é orðið var neina sérstaka "hjarðhegðun" meðal almennings vegna "sorpflokkunarbrjálæðisins", sem ég vil taka undir að er all yfirgengilegt.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.8.2023 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband