Lygar eru ekki samsæriskenningar

Þetta orð - samsæriskenningar - birtist nú víðar en áður.

Núna er það notað um blákaldar lygar. 

Af hverju?

Um það má mynda samsæriskenningu: Með því að kalla blákaldar lygar samsæriskenningar er hægt að gefa til kynna að sá sem endurtekur orð lyginnar (í þessu tilviki að tengja andlát við sprautu), jafnvel þótt orðin séu sönn í öðru samhengi, sé að boða samsæriskenningar. Þannig eru allt í einu allir sem benda á vensl sprauta og dauða orðnir samsæriskenningasmiðir og má afskrifa.

Eða hvað?

Ég sé að í tilviki ungs manns sem er sagður hafa dáið úr sprautu en féll í raun fyrir eigin hendi að miklu líklegra er að hann hafi valið að taka eigið líf sem afleiðing mikillar vanlíðanar vegna lokunar á samfélaginu. Lokanir í Írlandi voru svakalegar.

En hvað sem því líður er gott að sprauturnar eru að yfirgefa samfélag okkar, þvert á spár sprautuframleiðenda, og hluthöfum þeirra til mikilla vonbrigða (að undanskildum stjórnendum sprautuframleiðendanna sem hafa fyrir löngu séð í hvað stefndi og búnir að selja). Nú þarf hvert ríkið á fætur öðrum að henda sprautulagerum sínum vegna lélegrar eftirspurnar. Eitthvað kostar það mig og þig, en skárra en að horfa upp á fólk örkumlast og deyja úr unga aldri.


mbl.is Höfðar mál vegna samsæriskenninga fjölmiðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Covid sprautuherferðin er örugglega mesta árás yfirvalda á almenning allra tíma. Það er fátt sem bendir til að það verði viðurkennt á næstunni sem þýðir þetta verður endurtekið í einni eða annarri mynd. Fórnarlömbin eru of mörg sem vilja hvorki fá slæmar fréttir eða viðurkenna að það hafi verið logið að þeim.

Er einhver sem getur bent á eitthvað sem yfirvöld gera í þágu almennings?

Kristinn Bjarnason, 8.8.2023 kl. 09:17

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Samsæriskenning er áróðurshugtak.

Helgi Viðar Hilmarsson, 8.8.2023 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband