Tvenns konar samsæriskenningar

Mér sýnist vera tvær tegundir af samsæriskenningum í gangi á sérhverjum tíma.

Ég kýs að kalla þær:

  • Fámennissamsærið
  • Fjölmennissamsærið

Fámennissamsærið snýst um að fámennur hópur auðugra, valdamikilla, vel tengdra aðila komi sér saman um einhvern málflutning og stilli saman strengi sína á ráðstefnum í Sviss eða á einhverjum sólarströndum (oft nefndar loftslagsráðstefnur). Sá málflutningur getur verið sá að heimurinn sé að farast vegna hagkvæmrar orkuframleiðslu, að Rússland sé núna versta ríki í heimi eða að afurðir nokkurra stórra lyfjafyrirtækja þurfi að renna um æðar alls heimsins, á kostnað skattgreiðenda og í krafti leynilegra samninga.

Fjölmennissamsærið snýst um að milljónir óbreyttra borgara einhvern veginn detti inn á sömu bylgjulengd og eyði tíma sínum og takmörkuðu fé í að senda og brengla allskyns gögn. Að almenningur sé til dæmis mjög upptekinn af því að senda inn falskar tilkynningar vegna aukaverkefna á lyfjum stórra lyfjafyrirtækja. Þessar milljónir einstaklinga þekkjast ekkert og vita jafnvel ekki af samsærinu en fengu allar sömu hugmynd á sama tíma og niðurstaðan verður einhvers konar býflugnasveimur sem hangir saman án fyrirmæla að ofan.

Persónulega hallast ég frekar að því að ef og þegar einhver samsæri eru að eiga sér stað að þá séu þau búin til í lokuðum fundarherbergjum af einstaklingum með mikið fé eða mikil völd undir og aðgang að úrræðum (t.d. ginnkeyptum blaðamönnum) til að knýja þau áfram. Fjölmennissamsærið hljómar frekar fjarstæðukennt satt að segja en er ákaft haldið á lofti í fjölmiðlum og af launuðum og ólaunuðum talsmönnum lyfjafyrirtækja, hergagnaframleiðenda og samkeppnisaðila við hagkvæma orku.

Blaðamenn geta séð um að lýsa íþróttaleikjum og þylja upp rangar veðurspár. Fyrir annað þarf að leita annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða að fjölmennissamsærið snýst um að Lúkasarmálið sé ekki einangrað fyrirbæri, að hjarðhegðun sé til. Og fámennissamsærið snúist um að auðugir og valdamiklir aðilar séu önnum kafnir við að reyna að rýra kaupmátt og lífskjör viðskiptavina sinna og drepa, sér sjálfum til skaða en skemmtunar.

Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2023 kl. 18:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leynd er hluti af skilgreiningunni á samsæri. Þegar fjöldi fólks aðhefst eitthvað fyrir opnum tjöldum getur það því ekki verið samsæri.

Að auðugt og valdamikið fólk leitist gjarnan við að auka völd sín og auð án þess að vekja athygli á því er ekki kenning heldur staðreynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2023 kl. 18:55

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Lúkasarmálið er skemmtilegt dæmi. Hjarðhegðun er vissulega til, eins og allur okkar "cancel culture" ber vitni um (þeir sem syrgdu Lúkas studdu kannski yfirgnæfandi að Ingó veðurguð yrði settur á svarta listann - vonandi er það rangur grunur). En að þetta þýði að fólk sé að leika sér að því að fylla út tímafrek eyðublöð vegna aukaverkana sem það hefur hlotið vegna lyfjagjafar án hvatningar frá fjölmiðlum og án nokkurs átaks til að gera það - angi af sama meiði eða í grundvallaratriðum frábrugðið fyrirbæri?

Geir Ágústsson, 6.8.2023 kl. 19:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Eða réttara sagt: Fylla út eyðublöð þrátt fyrir að hafa engar aukaverkanir og hafa jafnvel ekki tekið tilraunalyfið. 

Guðmundur,

Ég vil samt leyfa mér að kalla það samsæriskenningu að ýja að því að ýmis gögn og tölur séu falsanir mikils fjölda fólks sem samstillt er einfaldlega að reyna blekkja. Ég sá slíka samsæriskenningu um daginn vegna kvikmyndarinnar Sound of Freedom sem ýmsir miðlar keppast nú um að rægja: Fjöldi fólks keypti einfaldlega fullt af miðum til að búa til falsaðar vinsældir (myndin hefur þénað yfir 150 milljón dollara í dag). Mikill er máttur litla mannsins þegar hann opnar veskið í miklum fjölda! En gott og vel, góður málstaður fær fé í veskið - verra er það nú ekki.

Geir Ágústsson, 6.8.2023 kl. 19:48

5 identicon

Nokkur hundruð manns sem gera hvað sem er til að koma í veg fyrir bólusetningar munar ekki mikið um að senda nokkrar tilkynningar í sínum daglega kaffitíma. Nokkur þúsund skáldaðar aukaverkanir tilkynntar á dag safnast saman og tilkynningalistinn verður hið ágætasta áróðursvopn. Og jafnvel þó tekið sé sérstaklega fram á síðu listans að hann gefi enga mynd af skaðsemi bólusetninga, tíðni og fjölda aukaverkanna þá munu ávalt einhverjir samt bíta á agn andstæðinga bóluefna og lesa það út úr honum.

Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2023 kl. 20:32

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki sjálkrafa samsæri þó margir geri það sama.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2023 kl. 00:43

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þrátt fyrir alla galla VAERS og annarra svipaðra gagnagrunna sem voru af einhverjum ástæðum búnir til og taldir góðar viðvörunarbjöllur þar til í árslok 2020 mega þú eiga eitt: 

Rannsóknum ber að sama brunni og þessar sprautur voru svo sannarlega að skaða fólk og jafnvel drepa.

Enda er áhuginn á þeim í dag enginn.

Geir Ágústsson, 7.8.2023 kl. 07:29

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Athugasemdir Vagns hér fyrst á eftir pistlinum vekja mér furðu. Hvað er hann að reyna að sanna með því að segja að hjarðhegðun sé ekki til og að Lúkasarmálið sé ekki einangrað fyrirbæri?

Er ekki allur vinstrisinnaði samtíminn, móðursýkin í sambandi við flest mál, ekki bara bólusetningar, gott dæmi um það að hjarðhegðun er til og hún er alltumlykjandi í sjúkum samtímanum? Er ekki Lúkasarmálin orðin svo mörg? Hvað með drengina í MH sem voru saklausir ofsóttir og það er nú að fullu komið í ljós að þeir voru saklausir, meðal annars í DV, athugasemdum þar.

Hjarðhegðun er svo sannarlega til. Þetta er eins og með geimverurnar. Vinstrimenn, sem eru geimverur eða hafa verið brottnumdir af geimverum afneita þeim mest. Þeir misnotuðu afneita misnotkuninni mest sem geimverur beita mannkynið.

Fámenninissamsærið er augljóst. Jafnvel vinstrimenn berjast gegn því, þegar þeir saka sjálfstæðismenn um okur og spillingu, og allt sé þeim að kenna. 

En það er gaman að svona athugasemdum einsog hjá Vagni, þær æsa upp og espa, kalla á andsvör.

Ingólfur Sigurðsson, 7.8.2023 kl. 11:24

9 identicon

VAERS og aðrar svipaðar söfnunargáttir eru ekki gallaðar, nema í augum þeirra sem halda þær eitthvað annað en þær eru eða vilja eitthvað annað en það sem þar er að finna. Tilgangurinn er að fá vísbendingar um hugsanlegar aukaverkanir. Sérstaklega þær sem mjög sjaldgæfar eru, þær sem eru algengar koma fljótt í ljós og þarf ekki að leita eftir með opinni tilkynningagátt. Til þess dugar VAERS vel. Engu máli skiptir hvort tilkynningarnar séu margar rangar og jafnvel hreinn skáldskapur. Þær aukaverkanir reynast þá einfaldlega ekki vera fyrir hendi við skoðun og mat á aukaverkunum.

Rannsóknum, þeirra sem ekki nota VAERS sem heilagan og óskeikulan gagnagrunn, ber að sama brunni, þessar sprautur eru eins hættulausar og lyf geta orðið. Og sprauturnar hafa komið í veg fyrir fjölda dauðsfalla og dregið verulega úr skaðsemi af völdum covid. En það finnst varla nokkurt lyf sem ekki getur skaðað fólk og jafnvel drepið. Og áhuginn hefur einfaldlega minnkað með minni þörf, markvissari áherslum og mjög góðum árangri af sprautuherferðunum. Núna er áherslan bara á þá viðkvæmustu sem voru með þeim fyrstu til að fá sprautur og flestar sprautur hafa fengið (þeir sem alls ekki ættu að fá sprautur og enginn hefði gefið sprautur ef eitthvað sannleikskorn væri til í áróðri og "rannsóknum" andstæðinga bóluefna).

Vagn (IP-tala skráð) 7.8.2023 kl. 15:26

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Þarna sést hvað lærist lítið á því að lesa fréttir RÚV og fátt annað. Víti til varnaðar.

Geir Ágústsson, 7.8.2023 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband