Trúarbrögðin fóru ekkert. Þeim var skipt út

Nú þegar er verið að reka fleyg á milli skóla og kirkju er ekki verið að taka trúarbrögð út úr skólunum. Það er verið að skipta þeim út. Í staðinn fyrir eitthvað eitt er komið eitthvað annað.

Menn geta deilt um mikilvægi og réttmæti kristinfræðikennslu í opinberum skólum. Að mínu mati hjálpar skilningur á kristinni trú til að skilja sögu okkar, menningu og núverandi samfélag. Þetta segi ég án þess að vera kristinn. Ég segi líka, án þess að vera kristinn, að við búum í samfélagi byggðu á kristnum gildum (eins og þau eru predikuð í Nýja testamentinu, nánar tiltekið). Að vita lítið um kristni er því ígildi þess að vita lítið um samfélagið. 

Hvað um það. 

Hvaða trúarbrögð hafa komið í skólana í staðinn fyrir kristinfræði?

Þau eru mörg.

Trúin á að börnin séu að tortíma plánetunni með losun sinni á koltvísýring og notkun á plasti. Sennilega eru þau í verklegri þjálfun í að troða pappírsrörum í gegnum álfilmu á skólamjólkinni sinni.

Trúin á að börnin séu kynverur frá unga aldri (og af röngu kyni miðað við líkama sinn).

Trúin á að börnin séu fordómafullir rasistar sem þurfi að kenna lexíur í umburðarlyndi.

Trúin á að börn eigi fyrst og fremst að læra að elska hið opinbera og hlýða því frekar en að læra sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

Trúin á að strákar séu letingjar með athyglisbrest og þurfi að skola út úr skólakerfinu sem fyrst. Þeir eru líka nauðgarar sem þarf að handsama áður en þeir svo mikið sem fá skapahár.

Börnin eru líka hættulegir smitberar, svo því sé haldið til haga. Það þarf að kenna þeim að þiggja sprautur og hylja á sér andlitið og læra fyrir framan tölvuskjá.

Já, það vantar ekki trúarbrögðin í skólunum þótt sú kristna sé komin í skammarkrókinn.

Spurningin er bara: Er þetta jákvæð þróun eða neikvæð?


mbl.is Undarleg þögn um Jesúm Krist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt þína pistla og þá er ég sammála þér.  Þetta er einn slíkur pistill.  Kristinfræði skipt út fyrir kynjungafræði, trúarbrögð sem ganga þvert á þróunarkenningu Darwins.  Kritin trú er stór hluti af okkar menningu og því eðlilegt að börn læri um hana, og þá ekki gamla testamenti með sinn hefndarboðskap "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" heldur það nýja "elska skaltu náungan eins og sjálfan þig".  Boðskapur umburðarlyndis og það sem öll réttlætisríki byggja grundvöll sinn á.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.8.2023 kl. 15:17

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kristinfræðin er öll enn inni í námskrá grunnskóla.

Matthías Ásgeirsson, 6.8.2023 kl. 18:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Tek undir það. Kannski fá tilvitnanir í Jesús að hanga inni en sem tilvitnanir, ekki hluti af stærri sögu. Ég veit ekki hvar þetta endar. Vonandi þar sem það byrjaði, ekki hvert það stefnir.

Matthías,

Það er gott að vita. En bráðum verður hún þynnt út í "trúarbragðafræði". Kirkjuheimsóknirnar bannaðar í sumum sveitarfélögum. Stundum er sókn besta vörnin.

Geir Ágústsson, 6.8.2023 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband