Hvað er sóttvarnalæknir að gera á vinnutíma?

Ég leyfi mér hérna að endurnýta fyrirsögn á mjög góðum pistli Arnars Þórs Jónssonar sem ég mæli mjög með að lesa enda er þar rekinn enn einn nagli (og frekar stór) í líkkistu þeirrar samsæriskenningu yfirvalda um að veirusprauturnar hafi virkað og verið öruggar.

Það eina sem yfirvöld hafa sér til málsbóta í dag er að bera við vanþekkingu á nýjustu rannsóknum og kannast hvorki við tilvist þeirra né innihald.

Sóttvarnalæknir Íslands, sem fær beinlínis borgað fyrir að fylgjast með sóttum og aðgerðum gegn þeim, segir nánast berum orðum að hún sé ekki að vinna vinnuna sína.

Má þá ekki hreinlega loka sjoppunni?

Ég efast um að margir fái að tolla í starfi eftir að hafa ítrekað lýst því yfir að hafa ekki unnið að verkefnum sínum svo mánuðum skiptir. 

Þótt ótrúlegt sé þá virðast blaðamenn vera aðeins að vakna úr rotinu. Dæmi þess er að þeir spyrji sóttvarnalæknir út í rannsóknir. Áður fyrr biðu blaðamenn einfaldlega eins og slefandi hundar eftir því að sóttvarnalæknir segði þeim hvaða rannsóknir ætti að fjalla um og hvað innihald þeirra væri. Nú er eins og blaðamenn séu byrjaðir að fylgjast með, bæði á Íslandi og erlendis, og afhjúpa um leið vanþekkingu, getuleysi, skilningsleysi og ólæsi yfirvalda, sem ætti nú að hafa verið flestum ljóst fyrir löngu síðan.

Nú þegar talsmenn aðskilnaðarstefnu og hættulegra lækninga eru hver á fætur öðrum að reyna þvo af sér veirutímana og þann fórnarkostnað sem þeir lögðu á fólk og fyrirtæki hlýtur að vera kominn tími til að taka skref sem koma í veg fyrir slík fasísk inngrip yfirvalda á samfélaginu aftur.

Fyrsta skrefið er að við almenningur hættum að lepja upp þvæluna. Hún er víðar en í veirutali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þrátt fyrir öll gögn sem sýna og sanna alla þessa geðveiki,

er enn til fólk sem reynir að halda öðru framm.

Af hverju skil ég ekki en því hlýtur að líða mjög illa

og kannski er til bólusetning fyrir því.cool

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.8.2023 kl. 11:06

2 identicon

Arnar Þór Jónsson fer einfaldlega með rangt mál, viljandi eða vegna fáfræði. Hann virðist ekki hafa minnstu hugmynd um hvað VAERS er, eðli þess og tilgang. Og gerir engan greinarmun á skálduðum tilfellum, grunuðum tilfellum og staðfestum tilfellum. Hann gæti eins heimtað að kjörstjórnir úthluti þingsætum eftir úrslitum skoðanakannana á Útvarpi Sögu eða draumi sem hann dreymdi í fyrradag.

VAERS is a passive reporting system, meaning it relies on individuals to send in reports of their experiences to CDC and FDA. VAERS is not designed to determine if a vaccine caused a health problem, but is especially useful for detecting unusual or unexpected patterns of adverse event reporting that might indicate a possible safety problem with a vaccine. This way, VAERS can provide CDC and FDA with valuable information that additional work and evaluation is necessary to further assess a possible safety concern.

Allir sem búsettir eru í Bandaríkjunum geta sent inn tilkynningu til VAERS. Sama hvort það er roði eftir sprautu, roði eftir kinnhest eftir sprautu, dauði einhvers (raunverulegs eða ímyndaðs, sprautaðs eða ekki) og jafnvel gangtruflanir í bíl og sent það inn daglega ásamt öllum sínum vinum og ættingjum. VAERS er opin tilkynningagátt án takmarkana, svolítið eins og undirskriftasöfnun þar sem þú ræður hvaða nöfn þú setur og hversu oft þú skrifar undir. 2010 vildu Andrés Önd og Bart Simpson, Jesús Jósepsson og hin ófríða Sænska Ulla Bjakk rifta sölu á HS Orku ásamt öðrum 16.000 þekktum og óþekktum einstaklingum.

Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2023 kl. 04:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þessi málsvörn fyrir sprauturnar er orðin ansi þunn. VAERS er ætlað að fanga "signals", sem vissulega voru hávær eins og flugeldasýning en menn hunsuðu það. Vonandi hunsa menn ekki líka flóðbylgjuviðvaranir.

Geir Ágústsson, 6.8.2023 kl. 08:42

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

VAERS er viðvörunarbjalla sem yfirvöld hunsuðu. Vandinn liggur hins vegar hjá FDA og CDC sem bera ábyrgð á að lyf sem fara á markað séu unnin samkvæmt tilskyldum reglum og prófuð þannig að ekki hljótist skaði af aður en þau fara í almenna notkun. Bæði FDA og CDC brugðust skyldum sínum.

Ragnhildur Kolka, 6.8.2023 kl. 10:03

5 identicon

" VAERS is not designed to determine if a vaccine caused a health problem" VAERS er ekki á neinn hátt hægt að segja viðvörun eða kalla viðvörunarbjöllu. VAERS gefur einungis vísbendingar um hvað gæti þurft að skoða nánar sem hugsanlegar aukaverkanir en segir ekkert um tíðni aukaverkana eða fjölda aukaverkana. Til þess er of mikið af röngum, fölskum, endurteknum tilkynningum og tilfellum sem ekkert tengjast bólusetningum þar skráð. Rétt eins og skoðanakönnun á Útvarpi Sögu getur gefið vísbendingar um hvaða flokkar eru í framboði en er ekki niðurstaða kosninga.

Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2023 kl. 13:25

6 Smámynd: Geir Ágústsson

"...but is especially useful for detecting unusual or unexpected patterns of adverse event reporting that might indicate a possible safety problem with a vaccine"

Sem sagt:

Viðvörunarbjalla fer í gang. Menn eru ræstir út til að skoða hvað veldur. Hvað er að baki. Eru óteljandi einstaklingar að eyða ómældum tíma í að búa til falskar tilkynningar? Er tilkynningarnar í raun færri en tilfellin? Hverjir eru að senda þetta inn? Hvað segir það fólk aðspurt? 

Eða:

Viðvörunarbjalla fer í gang. Það er óheppilegt fyrir málflutninginn. Gerum ekkert. Búum til samsæriskenningar um ástæðuna.

Geir Ágústsson, 6.8.2023 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband