Laugardagur, 29. júlí 2023
Ástæða til að óttast um hagkerfi allra og mannslíf um allan heim
Ef menn byrja fyrir alvöru að róa að því öllum árum að fyrir alvöru takmarka aukningu á notkun á jarðefnaeldsneyti þá eru það ekki bara Norðmennirnir, Arabarnir og Indverjarnir sem þurfa að óttast um framtíð sína, lifibrauð og líf borgara sinna. Nei, allur heimurinn þarf að óttast.
Fyrir utan kjarnorku er enginn orkugjafi til í dag sem getur staðið undir grunnþörfum okkar í hagkvæmri orkuöflun óháð staðsetningu og vaxandi þörfum bæði þeirra sem nota orku í dag og þeirra sem vilja fara úr því að hafa engan aðgang að orku í að hafa aðgang að orku. Kjarnorkan hefur verið vandlega pökkuð inn í yfirgengilega strangar og dýrar kröfur og í raun tekin af borðinu þar með.
Það eru því mikil gleðitíðindi að enn einn fundur umhverfisráðherra og annarra talsmanna umhverfis hafi farið út um þúfur, ekki skilið neitt eftir og orðinn að minningu einni.
Vonsvikinn eftir loftslagsráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Án jarðefnaeldsneytis verður líf okkar óbærilegt. Og ekki nóg með það það verður þá heldur engin orka til að knýja framfarir.
Ragnhildur Kolka, 29.7.2023 kl. 19:16
Ragnhildur,
Það er kaldur veruleikinn. Við missum líka getuna til að aðlagast loftslaginu, sama hvernig það breytist (eða helst óbreytt). Hollendingar nota mikið magn jarðefnaeldsneytis til að knýja allskyns dælur sem halda hafinu í skefjum. Án jarðefnaeldsneytis verður hafið enga stund að hirða Holland, nánast eins og landið leggur sig.
Síðan eru það þær hundruð milljóna sem eru ennþá að berjast við náttúruna með berum höndum og tapa ítrekað. Þær milljónir þurfa hagkvæma og stöðuga orku, rétt eins og ríkir heimshlutar, til að reka áveituskurði, þungar vinnuvélar og orkuver.
Geir Ágústsson, 30.7.2023 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.