Fimmtudagur, 20. júlí 2023
Ertu með eigin skoðanir eða annarra?
Ég les eftirfarandi orð í stórgóðum pistli á vefritinu Krossgötur:
Ritskoðun birtist fyrst og fremst sem sjálfsritskoðun. Maðurinn er sjálfsritskoðandi vera. Hann vill vera elskaður, dáður og þráður; hann vegur orð sín vegna þess að hann skelfur og titrar við tilhugsunina um höfnun og að vera yfirgefinn. Þessi ótti einn og sér saumar fyrir munninn á fólki.
Og hvers vegna saumar fólk fyrir munninn á sér? Jú, til að fá ekki á sig ýmsa stimpla. Látum sérfræðingana um að mynda skoðanir okkar. Stjórnmálamennirnir vita hvaða skoðanir eru réttar. Eða eins og segir í sömu grein:
Hin nýja alræðisstefna er ekki endilega svo fasísk eða kommúnísk í eðli sínu. Hún er tæknikratísk. Það sem er að koma fram er alræði undir forystu sérfræðinga, sem er framfylgt með tæknilegum aðferðum, af tegund sem við höfum aldrei séð fyrr en nú.
Veirutímar kenndu mörgum að hinir svonefndu sérfræðingar höfðu ekki rétt fyrir sér um neitt og gerðu illt verra með ráðleggingum sínum. Fyrir vikið hafa margir byrjað að hugsa sig tvisvar um þegar aðrir spekingar tjá sig, svo sem um loftslagið og sjúkdóma framtíðar og viðbrögð gegn hvoru tveggja.
En flestir og þá sér í lagi neytendur frétta hinna stærri miðla eru ennþá dyggir stuðningsmenn hins tæknikratíska alræðis sem fær fólk til sauma fyrir munninn á sjálfu sér.
Nú er það auðvitað ekki svo að allt sem kemur úr munni sérfræðinga og blaðamanna sé vitleysa. En gleymum því ekki að orð þessa fólks eru einfaldlega innlegg í umræðuna, ekki umræðan í sjálfu sér. Skoðanir annarra eru bara það og þurfa ekki að gerast þínar skoðanir nema þú sannfærist um réttmæti þeirra.
Ég mæli eindregið með pistlinum á Krossgötum. Sérstaklega ef þú ert ósammála þessari færslu minni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áður trúði maður fréttamönnum og vissulega virðast sumar "fréttir" hafa staðist tímans tönn þó vissulega horfi maður á hlutina á annan hátt í dag.
Eitt sem fyrir löngu hringdi viðvörunabjöllum hjá mér var að "fréttin" var höfð eftir ónefndum embættismanni í einhverri stjórnsýslu?
Hef ekki heyrt þetta lengi enda var þessu sennilega bara bætt við til að auka trúverðuleika vafsamra heimilda.
Annars eru fréttir í dag líkt og býflugnasuð og hvernig RUV og aðrir velja hvað mikilvægast er að sýna okkur er fyrir ofan minn skilning
Grímur Kjartansson, 20.7.2023 kl. 17:05
Dr. Desmet er gullmoli!
Hjörðin hefur enga skoðun, aðeins einstaklingar hafa skoðun.
Það kostar ekkert að ganga til liðs við hjörðina.
Það getur kostað þig allt að standa aleinn.
😘
Skúli Jakobsson, 20.7.2023 kl. 17:56
Segjum að þú læsir einhver staðar að hestar væru með sex fætur. Væri þá hægt að vera þér sammála eða ekki ef þú kæmir með þá uppástungu að nota aukafæturna í steikur?
Vagn (IP-tala skráð) 20.7.2023 kl. 20:38
Hvað ef þér væri boðið í steikur.
Þú mætir en bjóðandinm býður uppá mønster drykk.
Ertu enn slefandi í von um steikur eða áttaði þú þig á því að bjoðandinn er illa geðveikur?
Spegill, spegill hermd þú mér! Hver varpar sínum skít best á aðra hér?
Vagn hefur hlutverki að þjóna!
Skúli Jakobsson, 20.7.2023 kl. 21:01
Grímur,
Þegar blaðamaður hefur engin tengsl, ekkert tengslanet og enga trúnaðarmenn þá er hægt að móta loðin svör á ýmsan hátt. Nema auðvitað að "fréttin" stígi á rangar tær.
Skúli,
Vertu kurteis við Vagn. Hann er aðgangur okkar að kaffistofuspjallinu á einhverri opinberri stofnuninni og verðmætur sem slíkur.
Geir Ágústsson, 20.7.2023 kl. 22:36
Það var heit umræða á kaffistofunni í morgun. Menn ekki sammála og flestir með sterkar skoðanir. Rök fyrir og á móti flugu um salinn. En hvað finnst öðrum? Með eða á móti? Á Geir að hætta að lemja konu sína og börn?
Er hægt að vera með eða á móti, sammála eða ósammála, ef afstaða felur í sér viðurkenningu á einhverju sem er skáldskapur, bull og þvæla?
Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2023 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.